Rigning og ein nauðgunartilraun 6. ágúst 2006 18:45 MYND/Jóhann Ingi Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.Hvellir en engin leiftur. Þannig var hluti flugeldasýningarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ský og þoka földu flugeldasýninguna á köflum og var það ekki eina skiptið sem veðrið setti strik í reikninginn. Rigning og vindur settu sína mynd á hátíðarhöldin og þrátt fyrir að íþróttahúsið hafi ekki átt að opna fyrr en klukkan tíu í morgun voru fyrstu gestirnir komnir þangað um klukkan fimm síðustu nótt. Það voru um þrjátíu manns sem flýðu rok og rigningu í Herjólfsdal og fengu að gista í íþróttahúsinu. Þangað lá straumurinn svo síðar um daginn þegar hátíðargestir fóru í sund og sturtu.Annars má segja að appelsínugulir sjóstakkar og lopapeysur séu þjóðhátíðarbúningurinn í ár. Hvar vetna mátti sjá fólk í þeim klæðnaði.Nokkuð rennsli slasaðs fólks var í gegnum sjúkraskýli í Herjólfsdal og heilsugæslustöðina. Að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks voru meiðslin þó flest minniháttar og einkum eftir slys, svo sem þegar fólk rann í blautum brekkunum eða skar sig á brotnum glerflöskum. Einn var þó fluttur fótbrotinn til Reykjavíkur.Ein stúlka var einnig send til Reykjavíkur. Reynt var að nauðga henni á hátíðarsvæðinu síðustu nótt og hún send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrir verslunarmannahelgina gagnrýndu forsvarsmenn Stígamóta og Afls, systursamtaka Stígamóta, að ekki hefði verið komið upp nægilega góðri aðstöðu til að hlú að fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Samtökin buðust meðal annars til að veita aðstoð en boð þeirra var afþakkað.Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að helgin hefði gengið vel fyrir sig frá þeirra bæjardyrum séð. Lítið hefði verið um líkamsárásir og þrátt fyrir mikið eftirlit hefði lítið fundist af fíkniefnum. Þetta telur lögregla til marks um að lítið magn fíkniefna hafi borist til Vestmannaeyja fyrir þjóðhátíð.Formaður Þjóðhátíðarnefndar var ekki síður ánægður með hátíðahöldin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.Hvellir en engin leiftur. Þannig var hluti flugeldasýningarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ský og þoka földu flugeldasýninguna á köflum og var það ekki eina skiptið sem veðrið setti strik í reikninginn. Rigning og vindur settu sína mynd á hátíðarhöldin og þrátt fyrir að íþróttahúsið hafi ekki átt að opna fyrr en klukkan tíu í morgun voru fyrstu gestirnir komnir þangað um klukkan fimm síðustu nótt. Það voru um þrjátíu manns sem flýðu rok og rigningu í Herjólfsdal og fengu að gista í íþróttahúsinu. Þangað lá straumurinn svo síðar um daginn þegar hátíðargestir fóru í sund og sturtu.Annars má segja að appelsínugulir sjóstakkar og lopapeysur séu þjóðhátíðarbúningurinn í ár. Hvar vetna mátti sjá fólk í þeim klæðnaði.Nokkuð rennsli slasaðs fólks var í gegnum sjúkraskýli í Herjólfsdal og heilsugæslustöðina. Að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks voru meiðslin þó flest minniháttar og einkum eftir slys, svo sem þegar fólk rann í blautum brekkunum eða skar sig á brotnum glerflöskum. Einn var þó fluttur fótbrotinn til Reykjavíkur.Ein stúlka var einnig send til Reykjavíkur. Reynt var að nauðga henni á hátíðarsvæðinu síðustu nótt og hún send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrir verslunarmannahelgina gagnrýndu forsvarsmenn Stígamóta og Afls, systursamtaka Stígamóta, að ekki hefði verið komið upp nægilega góðri aðstöðu til að hlú að fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Samtökin buðust meðal annars til að veita aðstoð en boð þeirra var afþakkað.Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að helgin hefði gengið vel fyrir sig frá þeirra bæjardyrum séð. Lítið hefði verið um líkamsárásir og þrátt fyrir mikið eftirlit hefði lítið fundist af fíkniefnum. Þetta telur lögregla til marks um að lítið magn fíkniefna hafi borist til Vestmannaeyja fyrir þjóðhátíð.Formaður Þjóðhátíðarnefndar var ekki síður ánægður með hátíðahöldin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira