Tveir menn fengu að gista fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt. Nóttin var þrátt fyrir það nokkuð róleg í Reykjavík og kann það að hafa ráðið einhverju um rólegheitin að margir eru utanbæjar vegna Verslunarmannahelgarinnar.
Annar var handtekinn við innbrotstilraun þar sem hann hafði brotið rúðu í verslun við Skólavörðustíg. Hann virtist í annarlegu ástandi að sögn lögreglu.
Hinn maðurinn var handtekinn eftir líkamsárás fyrir framan skemmtistaðinn Glaumbar undir morgun. Sá verður yfirheyrður þegar líður á morguninn.