Borgarastríð í Írak líklegt 3. ágúst 2006 19:06 Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. William Patey hefur verið sendiherra Breta í Írak frá því í fyrrasumar. Hann spáði einnig fyrir um það að landið myndi skiptast milli þjóðarbrota og má því segja að hann teljist hafa nokkuð góða hugmynd um ástandið í Írak og hvert stefni. Hann fór frá Bagdad í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um minnisblaðið sem Patey sendi Blair forsætisráðherra og öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni þegar hann lét af störfum. Þar segir hann mun líklegra að borgarastyrjöld brjótist út í landinu en að lýðræði skjóti þar rótum á næstunni. Hann bætir því þó við að enn sé von en ástandið muni lítið batna næstu fimm til tíu árin. Minnisblaðinu var lekið í fjölmiðla og hefur utanríkisráðuneytið breska ekki viljað tjá sig um innihald þess. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði þó að liðsmenn íraskra öryggissveita bættu sig með hverjum degi sem liði. Í minnisblaðinu segir Patey að ef forða eigi borgarastyrjöld og óstjórn þurfi að koma í veg fyrir að svokallaður Mahdi-her, sem lýtur stjórn sjíaklerksins Moqtada al-Sadr, verði að ríki í ríkinu líkt og Hizbollah í Líbanon. Það verði að setja á oddinn. Hann segir næsta hálfa árið geta ráðið úrslitum um framhaldið líkt og hernaðaryfirvöld í Írak hafa sagt áður. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að færa mörg þúsund hermenn til Bagdad á næstu vikum sem má segja að renni stoðum undir það mat enda mikilvægt talið að tryggja öryggi í höfuðborginni. Á tæpum sólahring hafa minnst tuttugu og tveir fallið í sprengjuárásum í Bagdad. Í júlí-mánuði einum féllu rúmlega eitt þúsund almennir borgarar í átökum að sögn írakskra yfirvalda. Jalal Talabani, Íraksforseti, tilkynnti í gær að íraskar her- og lögreglusveitir tækju við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins fyrir lok árs. Írakar stjórna nú aðeins öryggisgæslu í einu héraði í landinu af átján. Erlent Fréttir Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. William Patey hefur verið sendiherra Breta í Írak frá því í fyrrasumar. Hann spáði einnig fyrir um það að landið myndi skiptast milli þjóðarbrota og má því segja að hann teljist hafa nokkuð góða hugmynd um ástandið í Írak og hvert stefni. Hann fór frá Bagdad í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um minnisblaðið sem Patey sendi Blair forsætisráðherra og öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni þegar hann lét af störfum. Þar segir hann mun líklegra að borgarastyrjöld brjótist út í landinu en að lýðræði skjóti þar rótum á næstunni. Hann bætir því þó við að enn sé von en ástandið muni lítið batna næstu fimm til tíu árin. Minnisblaðinu var lekið í fjölmiðla og hefur utanríkisráðuneytið breska ekki viljað tjá sig um innihald þess. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði þó að liðsmenn íraskra öryggissveita bættu sig með hverjum degi sem liði. Í minnisblaðinu segir Patey að ef forða eigi borgarastyrjöld og óstjórn þurfi að koma í veg fyrir að svokallaður Mahdi-her, sem lýtur stjórn sjíaklerksins Moqtada al-Sadr, verði að ríki í ríkinu líkt og Hizbollah í Líbanon. Það verði að setja á oddinn. Hann segir næsta hálfa árið geta ráðið úrslitum um framhaldið líkt og hernaðaryfirvöld í Írak hafa sagt áður. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að færa mörg þúsund hermenn til Bagdad á næstu vikum sem má segja að renni stoðum undir það mat enda mikilvægt talið að tryggja öryggi í höfuðborginni. Á tæpum sólahring hafa minnst tuttugu og tveir fallið í sprengjuárásum í Bagdad. Í júlí-mánuði einum féllu rúmlega eitt þúsund almennir borgarar í átökum að sögn írakskra yfirvalda. Jalal Talabani, Íraksforseti, tilkynnti í gær að íraskar her- og lögreglusveitir tækju við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins fyrir lok árs. Írakar stjórna nú aðeins öryggisgæslu í einu héraði í landinu af átján.
Erlent Fréttir Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira