Gætu verið elstu prentuðu bækur landsins 30. júlí 2006 19:15 Tvær bækur fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri í einni og sömu gröfinni sem er einsdæmi. Önnur bókanna var hugsanlega prentuð í fyrstu prentsmiðju landsins að Hólum. Margir af helstu fornleifasérfræðingum heims hafa komið hingað til lands að undanförnu til að taka þátt í rannsóknum á þeim munum sem finnast í uppgreftrum fornleifafræðinga víða um land.Einn slíkur er staddur á Skriðuklaustri en það er doktor Elsa Pacciani, einn fremsti beinafræðingur Ítala en hún getur meðal annars lesið úr sliti á beinum og beinafestingum hvað einstaklingar hafa líklegast unnið við.Bækurnar sem fundust að Klaustri, fundust í gröf manns sem að öllum líkindum var var mjög háttsettur maður í Klaustrinu eru líklega frá 15. eða 16. öld. Fornleifafræðingar hafa unnið að undanförnu að uppgreftri í tveimur gröfum sem fundust í kór klaustursins á Skriðu. Í annarri gröfinni fannst bronsspenna en við nánari athugun kom í ljós um bókarspennu var að ræða. Ekki er búið að hreinsa bækurnar en þær hafa verið sendar til Reykjavíkur til rannsóknar.Í það minnsta önnur bókin er prentuð og vitað er að Jón Arason lét prenta bækur á Hólum fyrir siðaskipti og gætu bækurnar því verið frá honum. Hugsanlega eru þó þarna á ferðinni innfluttar sálmabækur. Uppgreftrinum á Skriðu lýkur á næstunni og við taka rannsóknir á þeim munum sem fundist hafa. Ragnheiður Traustadóttir, forsvarsmaður Hólarannsóknarinnar segir afar spennandi að fá úr því skorið hvort bækurnar hafi verið prentaðar á Hólum, í fyrstu prentsmiðju sem flutt var til landsins. Það væru þá elstu leifar bóka sem prentaðar hefðu verið á Íslandi. Sérfræðingar Hólarannsóknarinnar hafa varið miklum tíma undanfarin ár í að rannsaka prenthúsin á Hólum en elstu húsaleifarnar eru frá seinni hluta 16. aldar þannig að ekki er víst að enn hafi fundist prentsmiðja Jóns Arasonar. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Tvær bækur fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri í einni og sömu gröfinni sem er einsdæmi. Önnur bókanna var hugsanlega prentuð í fyrstu prentsmiðju landsins að Hólum. Margir af helstu fornleifasérfræðingum heims hafa komið hingað til lands að undanförnu til að taka þátt í rannsóknum á þeim munum sem finnast í uppgreftrum fornleifafræðinga víða um land.Einn slíkur er staddur á Skriðuklaustri en það er doktor Elsa Pacciani, einn fremsti beinafræðingur Ítala en hún getur meðal annars lesið úr sliti á beinum og beinafestingum hvað einstaklingar hafa líklegast unnið við.Bækurnar sem fundust að Klaustri, fundust í gröf manns sem að öllum líkindum var var mjög háttsettur maður í Klaustrinu eru líklega frá 15. eða 16. öld. Fornleifafræðingar hafa unnið að undanförnu að uppgreftri í tveimur gröfum sem fundust í kór klaustursins á Skriðu. Í annarri gröfinni fannst bronsspenna en við nánari athugun kom í ljós um bókarspennu var að ræða. Ekki er búið að hreinsa bækurnar en þær hafa verið sendar til Reykjavíkur til rannsóknar.Í það minnsta önnur bókin er prentuð og vitað er að Jón Arason lét prenta bækur á Hólum fyrir siðaskipti og gætu bækurnar því verið frá honum. Hugsanlega eru þó þarna á ferðinni innfluttar sálmabækur. Uppgreftrinum á Skriðu lýkur á næstunni og við taka rannsóknir á þeim munum sem fundist hafa. Ragnheiður Traustadóttir, forsvarsmaður Hólarannsóknarinnar segir afar spennandi að fá úr því skorið hvort bækurnar hafi verið prentaðar á Hólum, í fyrstu prentsmiðju sem flutt var til landsins. Það væru þá elstu leifar bóka sem prentaðar hefðu verið á Íslandi. Sérfræðingar Hólarannsóknarinnar hafa varið miklum tíma undanfarin ár í að rannsaka prenthúsin á Hólum en elstu húsaleifarnar eru frá seinni hluta 16. aldar þannig að ekki er víst að enn hafi fundist prentsmiðja Jóns Arasonar.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira