Menntamálaráðuneytið leitar allra leiða til að vernda LÍN 26. júlí 2006 17:15 Höfðaborg sem hýsir meðal annars Lánasjóð íslenskra námsmanna MYND/E.Ól. Eftirlitsstofnun EFTA krefst þess að skilyrði um að Evrópubúar hafi búið á Íslandi í tvö ár, áður en þeir geta fengið lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, verði fellt úr gildi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að skilja Lánasjóð íslenskra námsmanna eftir galopinn. Á ríkisstjórnarfundi í gær var rædd staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna í ljósi athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA. Menntamálaráðherra fór yfir þau skref sem verða tekin á næstunni og hvaða þýðingu það hefði fyrir lánasjóðinn ef kröfur eftirlitsstofnunarinnar næðu fram að ganga. Að áliti eftirlitsstofnunar EFTA brýtur skilyrði Lánasjóðsins um búsetu lánþega í bága við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Stofnunin krefst þess að búsetuskilyrðin verði felld niður. Þorgerður Katrín segir nauðsynlegt að Lánasjóður íslenskra námsmanna haldi áfram að vera öflugur sjóður. Stuðningur lánasjóðsins sé ein ástæða fjölgunar námsmanna á háskólastigi. Þorgerður Katrín segir að til að byrja með muni menntamálaráðuneytið skoða leiðir til að koma til móts við Eftirlitsstofnunina án þess að hverfa frá meginhugsuninni með Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn sé lykillinn að fjölbreytni háskólasamfélagsins. Unnið verði í tengslum við norska menntamálaráðuneytið sem stendur í svipuðum sporum varðandi lán til námsmanna. Ef niðurstöður þessara þreifinga verða ekki fullnægjandi segir Þorgerður Katrín líklegt að farið verði með málið fyrir EFTA-dómstólinn. Ekki komi til greina að hafa lánasjóðinn galopinn og óútfylltan tékka fyrir alla á Evrópska efnahagssvæðinu. Menntamálaráðherra ítrekar að ekki sé verið að mismuna fólki eftir uppruna með búsetuskilyrðunum. Þessi skilyrði eigi jafnt við um Íslendinga og fólk af erlendum uppruna og hafa ekki síður komið niður á lánsmöguleikum Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA krefst þess að skilyrði um að Evrópubúar hafi búið á Íslandi í tvö ár, áður en þeir geta fengið lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, verði fellt úr gildi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að skilja Lánasjóð íslenskra námsmanna eftir galopinn. Á ríkisstjórnarfundi í gær var rædd staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna í ljósi athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA. Menntamálaráðherra fór yfir þau skref sem verða tekin á næstunni og hvaða þýðingu það hefði fyrir lánasjóðinn ef kröfur eftirlitsstofnunarinnar næðu fram að ganga. Að áliti eftirlitsstofnunar EFTA brýtur skilyrði Lánasjóðsins um búsetu lánþega í bága við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Stofnunin krefst þess að búsetuskilyrðin verði felld niður. Þorgerður Katrín segir nauðsynlegt að Lánasjóður íslenskra námsmanna haldi áfram að vera öflugur sjóður. Stuðningur lánasjóðsins sé ein ástæða fjölgunar námsmanna á háskólastigi. Þorgerður Katrín segir að til að byrja með muni menntamálaráðuneytið skoða leiðir til að koma til móts við Eftirlitsstofnunina án þess að hverfa frá meginhugsuninni með Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn sé lykillinn að fjölbreytni háskólasamfélagsins. Unnið verði í tengslum við norska menntamálaráðuneytið sem stendur í svipuðum sporum varðandi lán til námsmanna. Ef niðurstöður þessara þreifinga verða ekki fullnægjandi segir Þorgerður Katrín líklegt að farið verði með málið fyrir EFTA-dómstólinn. Ekki komi til greina að hafa lánasjóðinn galopinn og óútfylltan tékka fyrir alla á Evrópska efnahagssvæðinu. Menntamálaráðherra ítrekar að ekki sé verið að mismuna fólki eftir uppruna með búsetuskilyrðunum. Þessi skilyrði eigi jafnt við um Íslendinga og fólk af erlendum uppruna og hafa ekki síður komið niður á lánsmöguleikum Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira