Tengsl eru á milli námsárangurs og þyngdar nemenda í grunnskóla, samkvæmt rannsókn sem Heilsugæslan á Akureyri, Ráðgjafastofan Reynir og Háskólinn á Akureyri hafa gert og greint er frá í Morgunblaðinu. Fram kemur að of þungum nemendum gengur lakar i námi en krökkum í kjörþyngd þótt ekkert bendi til að þeir hafi minni námshæfileika. Þetta vriðist eiga nokkuð jafnt við pilta og stúlkur.
Tengsl milli námsárangurs og þyngdar
