
Innlent
Öll olíufélögin hafa lækkað bensínverð

Öll olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni í dag. Olíufélagið Esso var fyrst til að lækka lítrann um eina krónu og tíu aura í morgun og Atlantsolía tilkynnti lækkun skömmu síðar um sömu upphæð. Fyrr í vikunni reið ESSO á vaðið og hækkaði verð á bensínlítranum um þrjár krónur og fjörtíu aura. Esso segir lækkunina nú koma vegna lækkunar olíuverðs á heimsmarkaði síðustu daga. Einnig hafi staða krónunnar gagnvart bandaríkjadollara styrkst. Eftir lækkunina verður algengasta verð á 95 oktana bensíni hjá ESSO 131 króna og 70 aurar. Hjá Atlantsolíu kostar lítrinn nú 130 krónur og tuttugu aura og dísilolían 123 krónur og áttatíu aura.