Íbúasamtök Grafarvogs vilja ekki að þverun verði gerð með uppfyllingu í Eiðisvík 18. júlí 2006 21:07 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Íbúasamtök Grafarvogs gagnrýna að ekki sé gert ráð fyrir fleiri en tveimur áþekkum valkostum í drögum að matsáætlun um framkvæmd annars áfanga Sundabrautar og benda á að hvorugur valkostanna komi til móts við hagsmuni nárrúruverndar og lífsgæða íbúa. Benda samtökin á í yfirlýsingu sinni, sem þeir sendu frá sér í kvöld, að svæðið þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað, sé síðasta heildstæða ósnortna strandlengja Reykjavíkur og hefur því mikið verndargildi, einkum vegna nálægðar við þéttbýli. Leiruvogur og Blikastaðakró hafa einstakt náttúruverndar-, útivistar og fræðslugildi og er svæðið allt á náttúruminjaskrá. Samtökin óska því eftir að gert verði ráð fyrir, í drögum að matsáætlun, að þvera Eiðisvík með lágbrú, þannig að áfram flæði yfir Eiðið, til þess að tryggja full sjávarfallaskipti í Eiðisvík, Gorvík, Blikastaðakró og Leiruvogi. Ef þverun verður gerð með uppfyllingu Eiðisvíkur getur það haft veruleg áhrif á burðargetu sjávarfalla og þar með aukið setmyndun í Leiruvogi og Blikastaðakró sem hefði afgerandi óafturkræfar afleiðingar fyrir dýralíf og útivist á svæðinu. Einnig vilja samtökin að Leiruvogur verði þveraður með jarðgöngum sem lægju frá sunnanverðu Geldingarnesi að norðanverðu Gunnunesi á móts við Álfsnes, og með því, skapa verðmætt byggingaland og halda mengun í lágmarki við dýrmætar fjörur. Eins benda Íbúasamtök Grafarvogs á, í yfirlýsingu sinni, að með ólíkindum sé að ekki hafi verið haft samráð við samtökin við gerð að drögum að matsáætlun þar sem íbúar í Grafarvogi og fyrirhuguð hverfi í Geldinganesi séu helstu hagsmunaaðilar þessarar framkvæmdar. Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Íbúasamtök Grafarvogs gagnrýna að ekki sé gert ráð fyrir fleiri en tveimur áþekkum valkostum í drögum að matsáætlun um framkvæmd annars áfanga Sundabrautar og benda á að hvorugur valkostanna komi til móts við hagsmuni nárrúruverndar og lífsgæða íbúa. Benda samtökin á í yfirlýsingu sinni, sem þeir sendu frá sér í kvöld, að svæðið þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað, sé síðasta heildstæða ósnortna strandlengja Reykjavíkur og hefur því mikið verndargildi, einkum vegna nálægðar við þéttbýli. Leiruvogur og Blikastaðakró hafa einstakt náttúruverndar-, útivistar og fræðslugildi og er svæðið allt á náttúruminjaskrá. Samtökin óska því eftir að gert verði ráð fyrir, í drögum að matsáætlun, að þvera Eiðisvík með lágbrú, þannig að áfram flæði yfir Eiðið, til þess að tryggja full sjávarfallaskipti í Eiðisvík, Gorvík, Blikastaðakró og Leiruvogi. Ef þverun verður gerð með uppfyllingu Eiðisvíkur getur það haft veruleg áhrif á burðargetu sjávarfalla og þar með aukið setmyndun í Leiruvogi og Blikastaðakró sem hefði afgerandi óafturkræfar afleiðingar fyrir dýralíf og útivist á svæðinu. Einnig vilja samtökin að Leiruvogur verði þveraður með jarðgöngum sem lægju frá sunnanverðu Geldingarnesi að norðanverðu Gunnunesi á móts við Álfsnes, og með því, skapa verðmætt byggingaland og halda mengun í lágmarki við dýrmætar fjörur. Eins benda Íbúasamtök Grafarvogs á, í yfirlýsingu sinni, að með ólíkindum sé að ekki hafi verið haft samráð við samtökin við gerð að drögum að matsáætlun þar sem íbúar í Grafarvogi og fyrirhuguð hverfi í Geldinganesi séu helstu hagsmunaaðilar þessarar framkvæmdar.
Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira