Strætó bs. segir að með breytingum á tímatöflum verði biðtími við tengingu á milli leiðar 19 og stofnleiðar 6 að hámarki 3 mínútur. Ferðatími námsmanna á milli Árbæjar- og Seláshverfa og Háskóla Íslands mun því lengjast sem því nemur. Þá verður þjónustutími leiðar 19 lengdur til miðnættis, til samræmis við akstur á stofnleiðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Strætó sendi frá sér vegna ályktunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem segir að ferðatími námsmanna frá Seláshverfi að Háskóla Íslands muni tvöfaldast með þeim breytingum sem ganga í garð í ágúst.
Breytingarnar, sem kynntar voru af Strætó bs. í síðustu viku, taka gildi með vetraráætlun sem hefst þann 20. ágúst. Þó mun akstur á leið 19 til
miðnættis hefjast þegar þriðjudaginn 8. ágúst