Viðskipti innlent

Samdráttur í veltu á fasteignamarkaði

Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.
Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.

Í síðustu viku var þinglýst 116 kaupsamningum á fasteignamarkaði. Þar af var þinglýst 87 kaupsamningum um eignir í fjölbýli og 20 samningum um sérbýli. Veltan nam 3,1 milljarði króna en meðalfjárhæð kaupsamnings nam 27 milljónum króna.

Í hálf fimm fréttum KB banka segir að 140 kaupsamningum hafi verið þinglýst að meðaltali á viku síðastliðnar fjórar vikur og 150 kaupsamningum á viku síðastliðnar 12 vikur.

Þá segir ennfremur að veltan nú sé 20 prósentum minni en hún var á sama tíma í fyrra. Tólf mánaða velta á fasteignamarkaði byrjaði að dragast saman síðastliðið haust. Ástæðan fyrir samdrættinum er gríðarleg velta á fasteignamarkaði haustið 2004.

Því til samanburðar jókst velta á fasteignamarkaði að meðaltali um 10 prósent frá vormánuðum 2002 fram á haust 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×