Sam Cassell framlengir við Clippers

Leikstjórnandinn Sam Cassell hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Clippers um tvö ár, en ekki hefur verið gefið upp hvað hann fær í aðra hönd fyrir samninginn. Þó Cassell sé fyrir nokkru kominn af léttasta skeiði sem leikmaður, skoraði hann rúm 17 stig og gaf 6 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Clippers á síðasta vetri. Það sem meira er tók hann að sér leiðtogahlutverk í liðinu og leiddi það til besta árangurs síns í yfir þrjá áratugi.