Innlent

Bréf Straums lækkuðu mest í dag

Bréf Straums-Burðaráss lækkuðu mest allra bréfa í Kauphöllinni í dag. Lífeyrissjóður Verslunarmanna vill selja hlut sinn í bankanum.

Vandræðagangur í kringum Straum-Burðarás hefur leitt til þess að eigendur hafa viljað losna við hluti sína í bankanum, trú á félaginu virðist einfaldlega fara minnkandi og lækkaði gengi bréfa félagsins í dag um tæp þrjú prósent.

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur til að mynda leitað tilboða í rúmlega fimm prósenta eignarhlut sinn í bankanum. Fylgi aðrir minni hluthafar í kjölfarið getur það aukið þrýsting á Landsbankann og FL Group, sem á nú fjórðungshlut í bankanum, til að fara í yfirtöku á bankanum eða skipta honum upp. Ný stjórn bankans verður kjörin á hluthafafundi þann 19. júlí og mun þá eflaust betur koma í ljós hvert framhaldið verður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×