Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið fyrstu sjö umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Ásta Árnadóttir úr Val var kjörin besti leikmaður fyrri helmings mótsins, Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfarinn og Valsmenn þóttu eiga bestu stuðningsmennina.
Valur á langflesta leikmenn allra liða í úrvalsliðinu, sex talsins og Breiðablik átti þrjá fulltrúa í liðinu. Úrvalsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markvörður:
Þóra B. Helgadóttir - Breiðablik
Varnarmenn:
Ásta Árnadóttir - Valur
Málfríður Erna Sigurðardóttir - Valur
Guðný B. Óðinsdóttir - Valur
Miðjumenn:
Katrín Jónsdóttir - Valur
Rakel Logadóttir - Valur
Hólmfríður Magnúsdóttir - KR
Vanja Stefanovic - Breiðablik
Framherjar:
Nína Ósk Kristinsdóttir - Keflavík
Margrét Lára Viðarsdóttir - Valur
Greta Mjöll Samúelsdóttir - Breiðablik