Innlent

Friðrik inn fyrir Þórð Má hjá Straumi-Burðarási

Björgólfur Thor Björgólfsson, Þórður Már Jóhannesson og Magnús Kristinsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson, Þórður Már Jóhannesson og Magnús Kristinsson. MYND/Stefán

Átökum á löngum stjórnarfundi í Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka lyktaði með því undir miðnætti að meirihluti stjórnar ákvað að reka Þórð Má Jóhannesson, forstjóra bankans, og ráða í hans stað Friðrik Jóhannsson, sem er formaður stjórnar Kauphallar Íslands og var áður forstjóri Burðaráss.

Þetta gerðist eftir að hluthafar, sem eiga yfir tíu prósent í félaginu kröfðust hluthafafundar til að kjósa nýja stjórn. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður bankans, greiddi mannabreytingunni atkvæði sitt en Magnús Kristinsson, varaformaður stjórnar, ætlar að funda með Fjármálaeftirlitinu í dag þar sem hann telur fundinn hafa verið ólöglegan, að sögn Morgunblaðsins. Björgóllfur og Friðrik, nýráðinn bankastjóri, hafa boðað til blaðamannafundar fyrir hádegi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×