Erlent

Heimsmeistarakeppni vélmenna

Vélmenni tekur víti.
Vélmenni tekur víti. MYND/AP

Það er um fátt annað talað en heimsmeistarakeppnina í fótbolta, og því fer ekki hátt að það er önnur heimsmeistarakeppni sem fer fram þessa dagana, einnig í Þýskalandi. Í óformlegri heimsmeistarakeppni sem nefnist Robocup eru keppendurnir ekki mennskir og ekki einu sinni lifandi, heldur vélmenni með gervigreind.

440 lið frá 36 löndum taka þátt í keppninni og að því leyti er keppnin stærri en HM í fótbolta, þar sem aðeins 32 lönd eiga keppendur. Robocup miðar að því að efla áhugann á rannsóknum á gervigreind og möguleikum sem felast í þróun vélmenna.

Markmið keppenda er að skapa fótboltalið alsjálfstæðra vélmenna sem ekki er stjórnað af mönnum, sem getur unnið mennsku heimsmeistarana í fótbolta árið 2050.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×