Ekki hægt að segja nei við Barcelona 14. júní 2006 20:13 Eiður Smári er hér við undirritun samnings síns í Barcelona í dag, en með honum á myndinni eru þeir Joan Laporta forseti félagsins og Frank Rijkaard þjálfari Barcelona. AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. "Ég fékk tilboð frá nokkrum öðrum liðum, en tækifærið til að ganga í raðir Barcelona var of gott til að neita því. Það verður sannur heiður fyrir mig að fá að spila með þessu félagi, enda er Barcelona eitt stærsta og virtasta félagslið veraldar," sagði Eiður og varaði fólk við að bera sig saman við forvera sinn hjá liðinu, Svíann Henrik Larsson. "Ég veit að fólk er að tala um að ég sé eftirmaður Henrik Larsson hjá Barcelona, en það er ég ekki. Ég er allt öðruvísi leikmaður en hann og hef minn eigin stíl," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Eiður mun leika í treyju númer sjö eins og sjá má á myndinni, en það er númerið sem Larsson notaði á síðustu leiktíð. Eiður lék í treyju númer 22 hjá Chelsea og það númer var á lausu hjá Barcelona. Hann hefur enn ekki vilja gefa upp af hverju númer 7 varð fyrir valinu, en lætur það væntanlega í ljós fljótlega. "Ég er að koma frá liði þar sem menn voru vanir því að vinna og þurftu að gæta þess að missa ekki hungur og einbeitingu og það sama á við hjá þessu félagi," sagði Eiður og greindi frá samtali sínu við Jose Mourinho þegar hann fór frá Chelsea. "Við áttum gott spjall og ákváðum að væri kominn tími til að breyta til eftir sex ár. Við töluðum ekkert sérstaklega um að til stæði að ég færi til Barcelona á þeim tímapunkti, en ég man hvað Mourinho sagði okkur um Barcelona áður en við mættum þeim í meistaradeildinni á sínum tíma. Hann sagði mér frá ástríðu fólksins og hvað félagi þýddi fyrir fólkið hérna í Katalóníu - að Barcelona væri félag fólksins," sagði Eiður í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. "Ég fékk tilboð frá nokkrum öðrum liðum, en tækifærið til að ganga í raðir Barcelona var of gott til að neita því. Það verður sannur heiður fyrir mig að fá að spila með þessu félagi, enda er Barcelona eitt stærsta og virtasta félagslið veraldar," sagði Eiður og varaði fólk við að bera sig saman við forvera sinn hjá liðinu, Svíann Henrik Larsson. "Ég veit að fólk er að tala um að ég sé eftirmaður Henrik Larsson hjá Barcelona, en það er ég ekki. Ég er allt öðruvísi leikmaður en hann og hef minn eigin stíl," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Eiður mun leika í treyju númer sjö eins og sjá má á myndinni, en það er númerið sem Larsson notaði á síðustu leiktíð. Eiður lék í treyju númer 22 hjá Chelsea og það númer var á lausu hjá Barcelona. Hann hefur enn ekki vilja gefa upp af hverju númer 7 varð fyrir valinu, en lætur það væntanlega í ljós fljótlega. "Ég er að koma frá liði þar sem menn voru vanir því að vinna og þurftu að gæta þess að missa ekki hungur og einbeitingu og það sama á við hjá þessu félagi," sagði Eiður og greindi frá samtali sínu við Jose Mourinho þegar hann fór frá Chelsea. "Við áttum gott spjall og ákváðum að væri kominn tími til að breyta til eftir sex ár. Við töluðum ekkert sérstaklega um að til stæði að ég færi til Barcelona á þeim tímapunkti, en ég man hvað Mourinho sagði okkur um Barcelona áður en við mættum þeim í meistaradeildinni á sínum tíma. Hann sagði mér frá ástríðu fólksins og hvað félagi þýddi fyrir fólkið hérna í Katalóníu - að Barcelona væri félag fólksins," sagði Eiður í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira