Eiður í háttinn fyrir ellefu 13. júní 2006 18:00 Eiður vill væntanlega ekki mæta þreyttur á æfingu því hann sefur í rúma níu klukkutíma á nóttu ef marka má El Mundo Deportivo. Spænsku dagblöðin sem hafa fullyrt í hverri fréttinni á fætur annarri að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Barcelona eru nú einnig farin að velta sér upp úr persónulegum lífsvenjum íslenska landsliðsfyrirliðans. 'El Mundo Deportivo` lýsir Eiði með geislabaug yfir höfði, vekjaraklukka hans hringi kl. 08:30 á hverjum morgni þegar hann útbúi morgunverð að sínum eigin hætti og borði með sonum sínum. Aðdáunarvert þykir blaðinu að Eiður borði léttan morgunverð en ekki þennan hefðbundna breska sem er að stytta helmingi Breta aldur þessa dagana. Uppáhalds leikkona Eiðs er Basic Instinct bomban Sharon Stone og ekki er minna um erótík í eftislætis myndbandi hans sem er með Madonnu við lag sitt 'Justify My Love`. Eiður fer ekki síðar að sofa á kvöldin en kl. 23 þó einstaka sinnum komi það fyrir að hann sé að horfa á bíómynd til miðnættis. Eftir að hann slekkur svo á DVD spilaranum gengur hann úr skugga um að synirnir séu búnir með heimalærdóminn. Blaðið kynnir með stolti Íslending sem lifir heilbrigðu lífi og að samkvæmislíf hans sé einnig til fyrirmyndar. Það sé aukinheldur ómögulegt að finna fréttir af Eiði á síðum slúðurblaðanna fyrir slæma hegðun utan vallar. Chelsea fréttavefur Vitalfootball sem þýðir fréttirnar um Eið úr spænsku pressunni segist koma til með að sakna íslenska leikmannsins. Hins vegar kveðst blaðamaður Vitalfootball kannast við það að Eiður hafi átt það til að vera slæmur strákur og ratað inn á blaðsíður götublaðanna af röngum ástæðum. Búist er við að Eiður verði kynntur opinberlega til sögunnar sem nýr leikmaður Evrópumeistara Barcelona innan tveggja sólarhringa og þá snýst næsta spennustund væntanlega um það hvaða treyjunúmer bíður íslenska landsliðsfyrirliðans í blá-rauð-röndótta litnum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ Sjá meira
Spænsku dagblöðin sem hafa fullyrt í hverri fréttinni á fætur annarri að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Barcelona eru nú einnig farin að velta sér upp úr persónulegum lífsvenjum íslenska landsliðsfyrirliðans. 'El Mundo Deportivo` lýsir Eiði með geislabaug yfir höfði, vekjaraklukka hans hringi kl. 08:30 á hverjum morgni þegar hann útbúi morgunverð að sínum eigin hætti og borði með sonum sínum. Aðdáunarvert þykir blaðinu að Eiður borði léttan morgunverð en ekki þennan hefðbundna breska sem er að stytta helmingi Breta aldur þessa dagana. Uppáhalds leikkona Eiðs er Basic Instinct bomban Sharon Stone og ekki er minna um erótík í eftislætis myndbandi hans sem er með Madonnu við lag sitt 'Justify My Love`. Eiður fer ekki síðar að sofa á kvöldin en kl. 23 þó einstaka sinnum komi það fyrir að hann sé að horfa á bíómynd til miðnættis. Eftir að hann slekkur svo á DVD spilaranum gengur hann úr skugga um að synirnir séu búnir með heimalærdóminn. Blaðið kynnir með stolti Íslending sem lifir heilbrigðu lífi og að samkvæmislíf hans sé einnig til fyrirmyndar. Það sé aukinheldur ómögulegt að finna fréttir af Eiði á síðum slúðurblaðanna fyrir slæma hegðun utan vallar. Chelsea fréttavefur Vitalfootball sem þýðir fréttirnar um Eið úr spænsku pressunni segist koma til með að sakna íslenska leikmannsins. Hins vegar kveðst blaðamaður Vitalfootball kannast við það að Eiður hafi átt það til að vera slæmur strákur og ratað inn á blaðsíður götublaðanna af röngum ástæðum. Búist er við að Eiður verði kynntur opinberlega til sögunnar sem nýr leikmaður Evrópumeistara Barcelona innan tveggja sólarhringa og þá snýst næsta spennustund væntanlega um það hvaða treyjunúmer bíður íslenska landsliðsfyrirliðans í blá-rauð-röndótta litnum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ Sjá meira