Eiður í háttinn fyrir ellefu 13. júní 2006 18:00 Eiður vill væntanlega ekki mæta þreyttur á æfingu því hann sefur í rúma níu klukkutíma á nóttu ef marka má El Mundo Deportivo. Spænsku dagblöðin sem hafa fullyrt í hverri fréttinni á fætur annarri að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Barcelona eru nú einnig farin að velta sér upp úr persónulegum lífsvenjum íslenska landsliðsfyrirliðans. 'El Mundo Deportivo` lýsir Eiði með geislabaug yfir höfði, vekjaraklukka hans hringi kl. 08:30 á hverjum morgni þegar hann útbúi morgunverð að sínum eigin hætti og borði með sonum sínum. Aðdáunarvert þykir blaðinu að Eiður borði léttan morgunverð en ekki þennan hefðbundna breska sem er að stytta helmingi Breta aldur þessa dagana. Uppáhalds leikkona Eiðs er Basic Instinct bomban Sharon Stone og ekki er minna um erótík í eftislætis myndbandi hans sem er með Madonnu við lag sitt 'Justify My Love`. Eiður fer ekki síðar að sofa á kvöldin en kl. 23 þó einstaka sinnum komi það fyrir að hann sé að horfa á bíómynd til miðnættis. Eftir að hann slekkur svo á DVD spilaranum gengur hann úr skugga um að synirnir séu búnir með heimalærdóminn. Blaðið kynnir með stolti Íslending sem lifir heilbrigðu lífi og að samkvæmislíf hans sé einnig til fyrirmyndar. Það sé aukinheldur ómögulegt að finna fréttir af Eiði á síðum slúðurblaðanna fyrir slæma hegðun utan vallar. Chelsea fréttavefur Vitalfootball sem þýðir fréttirnar um Eið úr spænsku pressunni segist koma til með að sakna íslenska leikmannsins. Hins vegar kveðst blaðamaður Vitalfootball kannast við það að Eiður hafi átt það til að vera slæmur strákur og ratað inn á blaðsíður götublaðanna af röngum ástæðum. Búist er við að Eiður verði kynntur opinberlega til sögunnar sem nýr leikmaður Evrópumeistara Barcelona innan tveggja sólarhringa og þá snýst næsta spennustund væntanlega um það hvaða treyjunúmer bíður íslenska landsliðsfyrirliðans í blá-rauð-röndótta litnum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Spænsku dagblöðin sem hafa fullyrt í hverri fréttinni á fætur annarri að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Barcelona eru nú einnig farin að velta sér upp úr persónulegum lífsvenjum íslenska landsliðsfyrirliðans. 'El Mundo Deportivo` lýsir Eiði með geislabaug yfir höfði, vekjaraklukka hans hringi kl. 08:30 á hverjum morgni þegar hann útbúi morgunverð að sínum eigin hætti og borði með sonum sínum. Aðdáunarvert þykir blaðinu að Eiður borði léttan morgunverð en ekki þennan hefðbundna breska sem er að stytta helmingi Breta aldur þessa dagana. Uppáhalds leikkona Eiðs er Basic Instinct bomban Sharon Stone og ekki er minna um erótík í eftislætis myndbandi hans sem er með Madonnu við lag sitt 'Justify My Love`. Eiður fer ekki síðar að sofa á kvöldin en kl. 23 þó einstaka sinnum komi það fyrir að hann sé að horfa á bíómynd til miðnættis. Eftir að hann slekkur svo á DVD spilaranum gengur hann úr skugga um að synirnir séu búnir með heimalærdóminn. Blaðið kynnir með stolti Íslending sem lifir heilbrigðu lífi og að samkvæmislíf hans sé einnig til fyrirmyndar. Það sé aukinheldur ómögulegt að finna fréttir af Eiði á síðum slúðurblaðanna fyrir slæma hegðun utan vallar. Chelsea fréttavefur Vitalfootball sem þýðir fréttirnar um Eið úr spænsku pressunni segist koma til með að sakna íslenska leikmannsins. Hins vegar kveðst blaðamaður Vitalfootball kannast við það að Eiður hafi átt það til að vera slæmur strákur og ratað inn á blaðsíður götublaðanna af röngum ástæðum. Búist er við að Eiður verði kynntur opinberlega til sögunnar sem nýr leikmaður Evrópumeistara Barcelona innan tveggja sólarhringa og þá snýst næsta spennustund væntanlega um það hvaða treyjunúmer bíður íslenska landsliðsfyrirliðans í blá-rauð-röndótta litnum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira