Þykja hafa unnið töluvert afrek við slökkvistarf 12. júní 2006 22:48 Frá Fljótsdal. MYND/Vilhelm Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.Það var um klukkan 16.45 sem Brunavarnir á Héraði fengu tilkynningu um eldinn og samkvæmt fyrstu fréttum voru fjórir menn fastir inn í göngunum. Allt tiltækt lið á Héraði var sent á staðinn, alls 15 menn.Baldur Árnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, segir að þegar menn hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn logaði í rúmlega 230 metra hæð í fallgöngunum þannig að þetta hafi ekki litið vel út. Þrír reykkafarar hafi verið sendir upp, þar af einn sem var mjög kunnugur göngunum og öllum aðferðum til að fara upp þau. Það hafi ráðið úrslitum um það að þessir þrír menn hafi náð að slökkva eldinn á efsta palli.Að sögn Baldurs var allverulegur eldur í göngunum á meðan hann brann en þar logaði meðal annars í suðuvélum sem notaðar eru til að sjóða saman stálrör í fallgöngunum. Sem betur fer hafi tekist að rýma allt svæðið. Það hafi ekki aðeins þurft að rýma göngin heldur einnig aðgöng að fallgöngunum og göngin þar sem risabor eitt sé.Bæði starfsmenn og slökkviliðsmenn sluppu ómeiddir. Aðspurður segir Baldur það töluvert afrek hjá reykköfurunum að slökkva eldinn við erfiðar aðstæður í 230 metra hæð. Menn séu ekki þjálfaðir þráðbeint til að fara í svona mál en hann telji að mennirnir hafi staðið sig ótrúlega vel.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsókn þarf til að staðfesta það. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið var í eldinum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.Það var um klukkan 16.45 sem Brunavarnir á Héraði fengu tilkynningu um eldinn og samkvæmt fyrstu fréttum voru fjórir menn fastir inn í göngunum. Allt tiltækt lið á Héraði var sent á staðinn, alls 15 menn.Baldur Árnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, segir að þegar menn hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn logaði í rúmlega 230 metra hæð í fallgöngunum þannig að þetta hafi ekki litið vel út. Þrír reykkafarar hafi verið sendir upp, þar af einn sem var mjög kunnugur göngunum og öllum aðferðum til að fara upp þau. Það hafi ráðið úrslitum um það að þessir þrír menn hafi náð að slökkva eldinn á efsta palli.Að sögn Baldurs var allverulegur eldur í göngunum á meðan hann brann en þar logaði meðal annars í suðuvélum sem notaðar eru til að sjóða saman stálrör í fallgöngunum. Sem betur fer hafi tekist að rýma allt svæðið. Það hafi ekki aðeins þurft að rýma göngin heldur einnig aðgöng að fallgöngunum og göngin þar sem risabor eitt sé.Bæði starfsmenn og slökkviliðsmenn sluppu ómeiddir. Aðspurður segir Baldur það töluvert afrek hjá reykköfurunum að slökkva eldinn við erfiðar aðstæður í 230 metra hæð. Menn séu ekki þjálfaðir þráðbeint til að fara í svona mál en hann telji að mennirnir hafi staðið sig ótrúlega vel.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsókn þarf til að staðfesta það. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið var í eldinum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira