Þykja hafa unnið töluvert afrek við slökkvistarf 12. júní 2006 22:48 Frá Fljótsdal. MYND/Vilhelm Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.Það var um klukkan 16.45 sem Brunavarnir á Héraði fengu tilkynningu um eldinn og samkvæmt fyrstu fréttum voru fjórir menn fastir inn í göngunum. Allt tiltækt lið á Héraði var sent á staðinn, alls 15 menn.Baldur Árnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, segir að þegar menn hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn logaði í rúmlega 230 metra hæð í fallgöngunum þannig að þetta hafi ekki litið vel út. Þrír reykkafarar hafi verið sendir upp, þar af einn sem var mjög kunnugur göngunum og öllum aðferðum til að fara upp þau. Það hafi ráðið úrslitum um það að þessir þrír menn hafi náð að slökkva eldinn á efsta palli.Að sögn Baldurs var allverulegur eldur í göngunum á meðan hann brann en þar logaði meðal annars í suðuvélum sem notaðar eru til að sjóða saman stálrör í fallgöngunum. Sem betur fer hafi tekist að rýma allt svæðið. Það hafi ekki aðeins þurft að rýma göngin heldur einnig aðgöng að fallgöngunum og göngin þar sem risabor eitt sé.Bæði starfsmenn og slökkviliðsmenn sluppu ómeiddir. Aðspurður segir Baldur það töluvert afrek hjá reykköfurunum að slökkva eldinn við erfiðar aðstæður í 230 metra hæð. Menn séu ekki þjálfaðir þráðbeint til að fara í svona mál en hann telji að mennirnir hafi staðið sig ótrúlega vel.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsókn þarf til að staðfesta það. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið var í eldinum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.Það var um klukkan 16.45 sem Brunavarnir á Héraði fengu tilkynningu um eldinn og samkvæmt fyrstu fréttum voru fjórir menn fastir inn í göngunum. Allt tiltækt lið á Héraði var sent á staðinn, alls 15 menn.Baldur Árnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, segir að þegar menn hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn logaði í rúmlega 230 metra hæð í fallgöngunum þannig að þetta hafi ekki litið vel út. Þrír reykkafarar hafi verið sendir upp, þar af einn sem var mjög kunnugur göngunum og öllum aðferðum til að fara upp þau. Það hafi ráðið úrslitum um það að þessir þrír menn hafi náð að slökkva eldinn á efsta palli.Að sögn Baldurs var allverulegur eldur í göngunum á meðan hann brann en þar logaði meðal annars í suðuvélum sem notaðar eru til að sjóða saman stálrör í fallgöngunum. Sem betur fer hafi tekist að rýma allt svæðið. Það hafi ekki aðeins þurft að rýma göngin heldur einnig aðgöng að fallgöngunum og göngin þar sem risabor eitt sé.Bæði starfsmenn og slökkviliðsmenn sluppu ómeiddir. Aðspurður segir Baldur það töluvert afrek hjá reykköfurunum að slökkva eldinn við erfiðar aðstæður í 230 metra hæð. Menn séu ekki þjálfaðir þráðbeint til að fara í svona mál en hann telji að mennirnir hafi staðið sig ótrúlega vel.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsókn þarf til að staðfesta það. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið var í eldinum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira