Sport

Heldur sigurganga Íslandsmeistara FH áfram?

FH-ingar hafa unnið fyrstu 5 leiki sína í Landsbankadeildinni með markatölunni 11-3.
FH-ingar hafa unnið fyrstu 5 leiki sína í Landsbankadeildinni með markatölunni 11-3. ©Daníel Rúnarsson

Íslandsmeistarar FH mæta nýliðum Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 19.15 í sjöttu umferð Landsbankadeild karla og geta með sigri náð átta stiga forustu á toppi deildarinnar. Með sigri mun FH-liðið, fyrst allra liða í sögu tíu liða efstu deildar karla, ná annað árið í röð 18 stigum af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðum Íslandsmósins. Blikar reyna hinsvegar að enda þriggja leikja taphrinu sína.

FH-ingar unnu báða leikina þegar þessi lið mættust síðast í úrvalsdeild karla sumarið 2001. FH vann leikinn í Kaplakrika 3-0 en leikurinn á Kópavogsvelli fór 2-1 fyrir FH. Mörk FH-liðsins í þeim leik skoruðu þeir Atli Viðar Björnsson og Hörður Magnússon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×