Einn maður særðist í skotbardaga þegar breska lögreglan gerði áhlaup á hús í austurhluta Lundúna í morgun. Maðurinn mun ekki vera í lífshættu og var þegar fluttur á nærliggjandi sjúkrahús.
Einn maður var handtekinn í áhlaupinu en lögregla lét til skarar skríða eftir að ábending barst þeim um að verið væri að framleiða sprengjur í húsinu. Ekki er talið að málið tengist hryðjuverkunum í Lundúnum í júlí í fyrra.