Grunur um fleiri fjöldamorð 2. júní 2006 09:15 Bandarískir hermenn á götum Haditha í Írak. MYND/AP Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Bandarísk hermálayfirvöld segja að ábending hafi borist um að al-Kaída liði væri í heimsókn í húsi í bænum. Fjórir hafi síðan fallið þegar þak hússins hrundi eftir stanslausa skothríð, meinti al-Kaída liðinn, tvær konur og eitt barn. Íraskir lögreglumenn sögðu þó aðra sögu. Hermennirnir hefðu smalað fólkinu í húsinu saman á einn stað þar inni, ellefu manns allt í allt, þar á meðal fimm börn og fjórar konur, og síðan sprengt bygginguna. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur nú undir höndum myndband sem virðist renna stoðum undir frásögn írösku lögreglumannanna og benda myndir til þess að fólkið hafi verið skotið. Myndefnið mun hafa komið frá samtökum harðlínumanna úr hópi súnní-múslima sem eru andvígir veru bandarísks herliðs í Írak. Að sögn BBC hefur myndbandið verið yfirfarið og allt bendir til að það sé ósvikið. Meint fjöldamorð bandarískra landgönguliða í bænum Haditha í Írak í nóvember í fyrra eru í rannsókn og talið að fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Bandaríkjaforseti hefur heitið hörðum refsingum verði landgönguliðarnir sakfelldir fyrir fjöldamorð. Í gær fyrirskipaði svo Bandaríkjaher að allir liðsmenn hans yrðu sendir sérstaka þjálfun sem miðar að því að taka á siðfræði og fara yfir þau gildi sem skilja hermennina að frá óvinum þeirra eins og það er orðað. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir atburðina í Haditha hræðilegan glæp en hann hefur hingað til ekki viðhaft jafn hörð orð um málið síðan hann tók við völdum fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann ætlar að óska eftir því að bandarísk yfirvöld afhendi sér þau gögn sem lögð hafi verið fram í rannsókn á málinu. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Bandarísk hermálayfirvöld segja að ábending hafi borist um að al-Kaída liði væri í heimsókn í húsi í bænum. Fjórir hafi síðan fallið þegar þak hússins hrundi eftir stanslausa skothríð, meinti al-Kaída liðinn, tvær konur og eitt barn. Íraskir lögreglumenn sögðu þó aðra sögu. Hermennirnir hefðu smalað fólkinu í húsinu saman á einn stað þar inni, ellefu manns allt í allt, þar á meðal fimm börn og fjórar konur, og síðan sprengt bygginguna. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur nú undir höndum myndband sem virðist renna stoðum undir frásögn írösku lögreglumannanna og benda myndir til þess að fólkið hafi verið skotið. Myndefnið mun hafa komið frá samtökum harðlínumanna úr hópi súnní-múslima sem eru andvígir veru bandarísks herliðs í Írak. Að sögn BBC hefur myndbandið verið yfirfarið og allt bendir til að það sé ósvikið. Meint fjöldamorð bandarískra landgönguliða í bænum Haditha í Írak í nóvember í fyrra eru í rannsókn og talið að fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Bandaríkjaforseti hefur heitið hörðum refsingum verði landgönguliðarnir sakfelldir fyrir fjöldamorð. Í gær fyrirskipaði svo Bandaríkjaher að allir liðsmenn hans yrðu sendir sérstaka þjálfun sem miðar að því að taka á siðfræði og fara yfir þau gildi sem skilja hermennina að frá óvinum þeirra eins og það er orðað. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir atburðina í Haditha hræðilegan glæp en hann hefur hingað til ekki viðhaft jafn hörð orð um málið síðan hann tók við völdum fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann ætlar að óska eftir því að bandarísk yfirvöld afhendi sér þau gögn sem lögð hafi verið fram í rannsókn á málinu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira