Detroit jafnaði gegn Miami 26. maí 2006 04:30 Chauncey Billups keyrir hér upp að körfu Miami án þess að Gary Payton komi vörnum við AFP Detroit Pistons jafnaði metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í nótt með 92-88 sigri á Miami Heat á heimavelli sínum í Auburn Hills. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og fara næstu tveir leikir fram í Miami. Heimamenn mættu mun grimmari til leiks í öðrum leiknum og var sigur liðsins öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Öfugt við fyrsta leikinn, voru það heimamenn sem tóku strax öll völd frá fyrstu mínútunni og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 25-12 Detroit í vil. Þeir Shaquille O´Neal og Dwayne Wade héldu uppteknum hætti í liði Miami og léku vel, en í þetta sinn fengu þeir ekki sömu hjálpina frá meðspilurum sínum. Detroit var 10 stigum yfir þegar 2:41 var eftir af leiknum, en Miami skoraði 17 stig á síðustu 1:46 mínútu leiksins og lagaði stöðuna. Leikmenn Detroit voru ekki að spila sinn besta leik frekar en í síðustu leikjum í úrslitakeppninni, en framlag byrjunarliðsmanna liðsins nægði þeim til sigurs í þetta sinn. Tayshaun Prince skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 22 stig, Chauncey Billups skoraði 18 stig og Rasheed Wallace setti 16 stig. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami, Shaquille O´Neal var með 21 stig og 12 fráköst og Antoine Walker skoraði 11 stig. "Þeir komu hingað með það markmið að stela einum leik og það tókst hjá þeim. Nú er það sama uppi á teningnum hjá okkur, við verðum að fara niður til Miami og vinna í það minnsta einn leik," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit. Áhorfendur voru þegar farnir að týnast út úr höllinni í nótt þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og sigur heimamanna virtist öruggur, en ótrúlegur endasprettur Miami hleypti nokkrum titringi í lið Detroit og gerði leikinn áhugaverðan á ný í nokkur andartök. "Það er ekki hægt að spila þannig að maður sé að verja forskotið. Það getur verið stórhættulegt," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við ætlum að beita þessari leikaðferð frá fyrstu mínútu í næsta leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami glottandi, þegar hann var spurður út í áhlaup Miami í lokin. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Detroit Pistons jafnaði metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í nótt með 92-88 sigri á Miami Heat á heimavelli sínum í Auburn Hills. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og fara næstu tveir leikir fram í Miami. Heimamenn mættu mun grimmari til leiks í öðrum leiknum og var sigur liðsins öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Öfugt við fyrsta leikinn, voru það heimamenn sem tóku strax öll völd frá fyrstu mínútunni og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 25-12 Detroit í vil. Þeir Shaquille O´Neal og Dwayne Wade héldu uppteknum hætti í liði Miami og léku vel, en í þetta sinn fengu þeir ekki sömu hjálpina frá meðspilurum sínum. Detroit var 10 stigum yfir þegar 2:41 var eftir af leiknum, en Miami skoraði 17 stig á síðustu 1:46 mínútu leiksins og lagaði stöðuna. Leikmenn Detroit voru ekki að spila sinn besta leik frekar en í síðustu leikjum í úrslitakeppninni, en framlag byrjunarliðsmanna liðsins nægði þeim til sigurs í þetta sinn. Tayshaun Prince skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 22 stig, Chauncey Billups skoraði 18 stig og Rasheed Wallace setti 16 stig. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami, Shaquille O´Neal var með 21 stig og 12 fráköst og Antoine Walker skoraði 11 stig. "Þeir komu hingað með það markmið að stela einum leik og það tókst hjá þeim. Nú er það sama uppi á teningnum hjá okkur, við verðum að fara niður til Miami og vinna í það minnsta einn leik," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit. Áhorfendur voru þegar farnir að týnast út úr höllinni í nótt þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og sigur heimamanna virtist öruggur, en ótrúlegur endasprettur Miami hleypti nokkrum titringi í lið Detroit og gerði leikinn áhugaverðan á ný í nokkur andartök. "Það er ekki hægt að spila þannig að maður sé að verja forskotið. Það getur verið stórhættulegt," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við ætlum að beita þessari leikaðferð frá fyrstu mínútu í næsta leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami glottandi, þegar hann var spurður út í áhlaup Miami í lokin.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira