Bakvörðurinn Larry Hughes hjá Cleveland Cavaliers hefur fengið stutt leyfi frá æfingum eftir að tvítugur bróðir hans lést í gær. Justin Hughes var með hjartagalla og hafði verið við slæma heilsu lengi, en hann féll nokkuð óvænt frá í gær og því hefur Hughes fengið leyfi til að vera með fjölskyldu sinni. Óvíst er hvort hann verður með Cleveland í þriðja leiknum gegn Detroit annað kvöld.
