ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu 12. maí 2006 12:07 Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. Samkomulag náðist milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra í mars 2003 um að tvöfaldaður yrði lífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið sjötíu og fimm prósent öryrkjar eða meira og væru á aldrinum átján ára eða yngri en viðbótin færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Tryggingastofnun ríkisins mat það svo í apríl 2003, að það myndi kosta rúmlega einn og hálfan milljarð að efna samkomulagið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 var einungis gert ráð fyrir milljarði. Öryrkjabandalagið höfðaði mál í nóvember í fyrra til að knýja fram efndir. Ríkið krafðist þess hins vegar að kröfum bandalagsins yrði vísað frá dómi. Héraðsdómur vísaði frá dómi aðalkröfunni um að viðurkennt yrði með dómi, að samkomulag hefði náðst árið 2003 milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra um hækkun lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira og að ráðherra yrði gert að viðlögðum dagsektum að leggja fram frumvarp á Alþingi sem mælti fyrir um lagabreytingar þessu tengdu. Dómurinn ætlar hins vegar að taka til meðferðar greiðsluskyldu vegna samkomualgsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Öryrkjabandalagsins, segir það í raun stórsigur þar sem þetta verði fyrsta mál sinnar tegundar og hafi þar með ótvírætt fordæmisgildi, til að mynda í þeim málum þar sem stjórnvöld komi að lausn kjarasamninga, ef deilur komi upp um efndirnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. Samkomulag náðist milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra í mars 2003 um að tvöfaldaður yrði lífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið sjötíu og fimm prósent öryrkjar eða meira og væru á aldrinum átján ára eða yngri en viðbótin færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Tryggingastofnun ríkisins mat það svo í apríl 2003, að það myndi kosta rúmlega einn og hálfan milljarð að efna samkomulagið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 var einungis gert ráð fyrir milljarði. Öryrkjabandalagið höfðaði mál í nóvember í fyrra til að knýja fram efndir. Ríkið krafðist þess hins vegar að kröfum bandalagsins yrði vísað frá dómi. Héraðsdómur vísaði frá dómi aðalkröfunni um að viðurkennt yrði með dómi, að samkomulag hefði náðst árið 2003 milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra um hækkun lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira og að ráðherra yrði gert að viðlögðum dagsektum að leggja fram frumvarp á Alþingi sem mælti fyrir um lagabreytingar þessu tengdu. Dómurinn ætlar hins vegar að taka til meðferðar greiðsluskyldu vegna samkomualgsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Öryrkjabandalagsins, segir það í raun stórsigur þar sem þetta verði fyrsta mál sinnar tegundar og hafi þar með ótvírætt fordæmisgildi, til að mynda í þeim málum þar sem stjórnvöld komi að lausn kjarasamninga, ef deilur komi upp um efndirnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira