Brosi allan hringinn 9. maí 2006 21:14 Árni Sigfússon virðist ekki þurfa að hafa áhyggjur af að leita sér að nýrri vinnu eftir næstu kosningar. MYND/Pjetur "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.Það stefnir í stórsigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.Samfylkingarfólk og Framsóknarmenn sameinuðust í A-lista framboði fyrir kosningarnar og freistuðu þess að vinna meirihluta af Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun virðist ætla að mistakast hrapallega. Fylgi A-listans mælist 32 prósent en flokkarnir sem að honum standa fengu 47 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í stórsókn og fengi tæp 68 prósent atkvæða, fimmtán prósentustigum meira en fyrir fjórum árum.Aðrir flokkar bjóða fram í fyrsta sinn og mælast vart eða ekki. Enginn nefndi Frjálslynda flokkinn, og Vinstri-grænir og Reykjanesbæjarlistinn voru aðeins nefndir einu sinni hvor um sig.Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, var að vonum kátur. "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði hann. "Mér þykir mjög vænt um þessa miklu samstöðu sem mikill meirihluti bæjarbúa er að sýna með þessu. Árni benti þó á að þrjú nýjustu framboðin hefðu ekki verið búin að kynna sig þegar könnunin var gerð og því væri rétt að gefa þeim eitthvert tækifæri áður en þau væru afskrifuð. Fylgi flokkanna gæti því enn átt eftir að breytast.Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans, sagðist sannfærður um að listinn fengi meira fylgi í kosningum en í könnuninni. Hann sagði að nú lægi fyrir mönnum að berjast og vísaði til orða Winstons Churchills, sem tvisvar var forsætisráðherra Bretlands, um að ef menn ættu leið um helvíti ættu þeir ekki að nema staðar heldur halda áfram göngu sinni.Oddvitar minni framboðanna bentu á að þau væru nýframkomin og því þekktu kjósendur lítið til þeirra. Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri-grænna, sagði ekkert að marka kosninguna þar sem hún hefði verið gerð í síðustu viku, áður en flokkurinn ákvað framboð í Reykjanesbæ.Oddviti Reykjanesbæjarlistans á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins sem býður þar með fram klofinn í sveitarfélaginu. Kristinn Guðmundsson, oddviti Frjálslynda flokksins, átti ekki í vandræðum með að skýra hvernig á þessu stæði. "Við héldum að við yrðum svo stórir að við þyrftum að bjóða fram í tveimur flokkum." Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Vinstri græn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
"Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.Það stefnir í stórsigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.Samfylkingarfólk og Framsóknarmenn sameinuðust í A-lista framboði fyrir kosningarnar og freistuðu þess að vinna meirihluta af Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun virðist ætla að mistakast hrapallega. Fylgi A-listans mælist 32 prósent en flokkarnir sem að honum standa fengu 47 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í stórsókn og fengi tæp 68 prósent atkvæða, fimmtán prósentustigum meira en fyrir fjórum árum.Aðrir flokkar bjóða fram í fyrsta sinn og mælast vart eða ekki. Enginn nefndi Frjálslynda flokkinn, og Vinstri-grænir og Reykjanesbæjarlistinn voru aðeins nefndir einu sinni hvor um sig.Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, var að vonum kátur. "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði hann. "Mér þykir mjög vænt um þessa miklu samstöðu sem mikill meirihluti bæjarbúa er að sýna með þessu. Árni benti þó á að þrjú nýjustu framboðin hefðu ekki verið búin að kynna sig þegar könnunin var gerð og því væri rétt að gefa þeim eitthvert tækifæri áður en þau væru afskrifuð. Fylgi flokkanna gæti því enn átt eftir að breytast.Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans, sagðist sannfærður um að listinn fengi meira fylgi í kosningum en í könnuninni. Hann sagði að nú lægi fyrir mönnum að berjast og vísaði til orða Winstons Churchills, sem tvisvar var forsætisráðherra Bretlands, um að ef menn ættu leið um helvíti ættu þeir ekki að nema staðar heldur halda áfram göngu sinni.Oddvitar minni framboðanna bentu á að þau væru nýframkomin og því þekktu kjósendur lítið til þeirra. Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri-grænna, sagði ekkert að marka kosninguna þar sem hún hefði verið gerð í síðustu viku, áður en flokkurinn ákvað framboð í Reykjanesbæ.Oddviti Reykjanesbæjarlistans á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins sem býður þar með fram klofinn í sveitarfélaginu. Kristinn Guðmundsson, oddviti Frjálslynda flokksins, átti ekki í vandræðum með að skýra hvernig á þessu stæði. "Við héldum að við yrðum svo stórir að við þyrftum að bjóða fram í tveimur flokkum."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Vinstri græn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent