Spænski tenniskappinn Rafael Nadal stefnir nú hraðbyri að meti Guillermo Vila yfir flesta sigurleiki í röð á leirvelli, en í dag vann hann sinn 48. leik í röð þegar hann lagði Carlos Moya í fyrstu umferð Masters-mótsins í Róm. Nadal vann sigur 6-1,2-6 og 6-2 og getur náð meti Vila ef hann ver titil sinn frá í fyrra á mótinu.
