Phoenix Suns tryggði sér í nótt, gegn öllum líkum, farseðilinn í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta þegar liðið vann stórsigur á L.A. Lakers, 121-90. Þetta var sjöundi leikurinn í rimmu liðanna sem endaði 4-3 fyrir Suns sem vann þrjá síðustu leikina og varð aðeins áttunda liðið í sögu NBA til þess að komast áfram eftir að hafa lent 1-3 undir.
Rimma Lakes og Suns hefur verið bráðfjörug. Lakers tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en vann síðan þrjá næstu. Phoenix vann fimmta leikinn og jafnaði einvígið með því að vinna Lakers í framlengdum leik. Í þeim leik stóð sigurinn tæpt en í gærkvöldi var mikill munur á liðunum. Phoenix hafði forystu allan tímann og mestur varð munurinn 33 stig.
Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa átti stórleik hjá Suns, hann skoraði 26 stig sem er það mesta sem hann hefur gert í NBA-deildinni. Frakkinn Boris Diaw kom næstur með 21 stig og 9 stoðsendingar. Shawn Marion tók 10 fráköst og skoraði 14 stig, og Steve Nash var með 13 stig og 9 stoðsendingar.
Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers en aðrir leikmenn stóðu honum nokkuð að baki. Phoenix Suns vann öruggan sigur, 121-90 og mætir LA Clippers í undanúrslitum vesturdeildar. Fyrsti leikur liðanna verður á mánudagskvöld.
Phoenix sló út Lakers
