LeBron James kláraði Washington aftur 4. maí 2006 04:34 James fagnar hér sigurkörfu sinni gegn Washington í nótt á yfirvegaðan hátt og í baksýn má sjá að ljósin á spjaldinu sem gefa til kynna lokaflautið, eru enn kveikt NordicPhotos/GettyImages Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington. LeBron James skoraði magnaða sigurkörfu Cleveland þegar 0,9 sekúndur lifðu af framlengingunni í nótt, en eftir að honum hafði mistekist að tryggja Cleveland sigurinn með skoti í lok venjulegs leiktíma - fór ekkert úrskeiðis á síðasta augnablikinu í framlengingunni. Allir leikmennirnir á vellinum vissu að James fengi boltann, en hann keyrði framhjá varnarmanni sínum og skoraði með sniðskoti yfir þrjá varnarmenn sem mættu honum undir körfunni. Hér má sjá James keyra upp að körfunni og skora körfuna sem skildi liðin að í nótt, aðeins 0,9 sekúndum áður en lokaflautið gall í framlengingunninordicphotos/getty images Þetta var aðeins fimmti leikur hinnar ungu ofurstjörnu í úrslitakeppni á stuttum ferli hans, en hann hefur þegar skorað sigurkörfu Cleveland í tveimur þeirra. Cleveland getur nú tryggt sér sigur í einvíginu með því að leggja Washington í höfuðstaðnum í næsta leik. Eins og búast mátti við, snerist leikur gærkvöldsins upp í einvígi þeirra James og Gilbert Arenas. James skoraði sem fyrr segir 45 stig í leiknum, auk þess að hirða 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 24 stig og Eric Snow skoraði 18 stig. Hjá Washington skoraði Gilbert Arenas 44 stig, Antawn Jamison skoraði 32 stig og Caron Butler skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem tveir menn skora yfir 40 stig í sama leiknum í úrslitakeppninni síðan Shaquille O´Neal (44) og Allen Iverson (48) í fyrsta leik lokaúrslitanna árið 2001. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington. LeBron James skoraði magnaða sigurkörfu Cleveland þegar 0,9 sekúndur lifðu af framlengingunni í nótt, en eftir að honum hafði mistekist að tryggja Cleveland sigurinn með skoti í lok venjulegs leiktíma - fór ekkert úrskeiðis á síðasta augnablikinu í framlengingunni. Allir leikmennirnir á vellinum vissu að James fengi boltann, en hann keyrði framhjá varnarmanni sínum og skoraði með sniðskoti yfir þrjá varnarmenn sem mættu honum undir körfunni. Hér má sjá James keyra upp að körfunni og skora körfuna sem skildi liðin að í nótt, aðeins 0,9 sekúndum áður en lokaflautið gall í framlengingunninordicphotos/getty images Þetta var aðeins fimmti leikur hinnar ungu ofurstjörnu í úrslitakeppni á stuttum ferli hans, en hann hefur þegar skorað sigurkörfu Cleveland í tveimur þeirra. Cleveland getur nú tryggt sér sigur í einvíginu með því að leggja Washington í höfuðstaðnum í næsta leik. Eins og búast mátti við, snerist leikur gærkvöldsins upp í einvígi þeirra James og Gilbert Arenas. James skoraði sem fyrr segir 45 stig í leiknum, auk þess að hirða 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 24 stig og Eric Snow skoraði 18 stig. Hjá Washington skoraði Gilbert Arenas 44 stig, Antawn Jamison skoraði 32 stig og Caron Butler skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem tveir menn skora yfir 40 stig í sama leiknum í úrslitakeppninni síðan Shaquille O´Neal (44) og Allen Iverson (48) í fyrsta leik lokaúrslitanna árið 2001.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira