LeBron James kláraði Washington aftur 4. maí 2006 04:34 James fagnar hér sigurkörfu sinni gegn Washington í nótt á yfirvegaðan hátt og í baksýn má sjá að ljósin á spjaldinu sem gefa til kynna lokaflautið, eru enn kveikt NordicPhotos/GettyImages Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington. LeBron James skoraði magnaða sigurkörfu Cleveland þegar 0,9 sekúndur lifðu af framlengingunni í nótt, en eftir að honum hafði mistekist að tryggja Cleveland sigurinn með skoti í lok venjulegs leiktíma - fór ekkert úrskeiðis á síðasta augnablikinu í framlengingunni. Allir leikmennirnir á vellinum vissu að James fengi boltann, en hann keyrði framhjá varnarmanni sínum og skoraði með sniðskoti yfir þrjá varnarmenn sem mættu honum undir körfunni. Hér má sjá James keyra upp að körfunni og skora körfuna sem skildi liðin að í nótt, aðeins 0,9 sekúndum áður en lokaflautið gall í framlengingunninordicphotos/getty images Þetta var aðeins fimmti leikur hinnar ungu ofurstjörnu í úrslitakeppni á stuttum ferli hans, en hann hefur þegar skorað sigurkörfu Cleveland í tveimur þeirra. Cleveland getur nú tryggt sér sigur í einvíginu með því að leggja Washington í höfuðstaðnum í næsta leik. Eins og búast mátti við, snerist leikur gærkvöldsins upp í einvígi þeirra James og Gilbert Arenas. James skoraði sem fyrr segir 45 stig í leiknum, auk þess að hirða 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 24 stig og Eric Snow skoraði 18 stig. Hjá Washington skoraði Gilbert Arenas 44 stig, Antawn Jamison skoraði 32 stig og Caron Butler skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem tveir menn skora yfir 40 stig í sama leiknum í úrslitakeppninni síðan Shaquille O´Neal (44) og Allen Iverson (48) í fyrsta leik lokaúrslitanna árið 2001. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sjá meira
Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington. LeBron James skoraði magnaða sigurkörfu Cleveland þegar 0,9 sekúndur lifðu af framlengingunni í nótt, en eftir að honum hafði mistekist að tryggja Cleveland sigurinn með skoti í lok venjulegs leiktíma - fór ekkert úrskeiðis á síðasta augnablikinu í framlengingunni. Allir leikmennirnir á vellinum vissu að James fengi boltann, en hann keyrði framhjá varnarmanni sínum og skoraði með sniðskoti yfir þrjá varnarmenn sem mættu honum undir körfunni. Hér má sjá James keyra upp að körfunni og skora körfuna sem skildi liðin að í nótt, aðeins 0,9 sekúndum áður en lokaflautið gall í framlengingunninordicphotos/getty images Þetta var aðeins fimmti leikur hinnar ungu ofurstjörnu í úrslitakeppni á stuttum ferli hans, en hann hefur þegar skorað sigurkörfu Cleveland í tveimur þeirra. Cleveland getur nú tryggt sér sigur í einvíginu með því að leggja Washington í höfuðstaðnum í næsta leik. Eins og búast mátti við, snerist leikur gærkvöldsins upp í einvígi þeirra James og Gilbert Arenas. James skoraði sem fyrr segir 45 stig í leiknum, auk þess að hirða 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 24 stig og Eric Snow skoraði 18 stig. Hjá Washington skoraði Gilbert Arenas 44 stig, Antawn Jamison skoraði 32 stig og Caron Butler skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem tveir menn skora yfir 40 stig í sama leiknum í úrslitakeppninni síðan Shaquille O´Neal (44) og Allen Iverson (48) í fyrsta leik lokaúrslitanna árið 2001.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sjá meira