Benito Floro, yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, hefur gefið út að Steven Gerrard fyrirliði Liverpool sé einn þeirra leikmanna sem félagið ætli sér að reyna að kaupa í sumar. Gerrard skrifaði sem kunnugt er undir nýjan samning við Liverpool síðasta sumar, en nú hefur Floro gefið það út að hann og brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter séu þeir leikmenn sem efstir séu á óskalista spænska félagsins.
Real hefur augastað á Steven Gerrard

Mest lesið








Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn
