Ljóst hvaða lið ná í úrslitakeppnina 17. apríl 2006 06:31 Kobe Bryant skoraði 20 af 43 stigum sínum í nótt af vítalínunni. Bryant er öruggur stigakóngur deildarinnar í vetur með rúm 35 stig að meðaltali í leik sem er það hæsta í hátt í tvo áratugi. NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Lakers, Sacramento Kings og Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá vann Detroit 64. leik sinn í vetur sem er félagsmet og ljóst að liðið verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina. Chicago burstaði Miami á útivelli 117-93, en Miami hvíldi sína bestu menn næstum hálfan leikinn. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago en Antoine Walker skoraði 22 stig fyrir Miami. Lið Phoenix hvíldi sömuleiðis nokkra af lykilmönnum sínum og steinlá fyrir Los Angeles Lakers 109-89. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, en Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Frakkinn Boris Diaw náði enn einni þrennunni sinni með 11 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Detroit valtaði yfir New York 103-97, en þó lokatölurnar beri með sér að sigurinn hafi verið naumur, var þetta bókstaflega leikur kattarins að músinni. Detroit náði 10 stiga forystu eftir rúmar 90 sekúndur í fyrsta leikhluta og náði mest 27 stiga forystu í leikhlutanum. Eftir það fengu varamenn Detroit að mestu að klára leikinn. Rip Hamilton skoraði 28 stig í leiknum, þar af 14 í fyrsta leikhluta en Nate Robinson skoraði 23 stig fyrir New York. Jamal Crawford, leikmaður New York, sagðist eftir leikinn aldrei hafa orðið fyrir annari eins flengingu og í upphafi leiksins í gærkvöldi. San Antonio vann auðveldan sigur á Minnesota þar sem varamenn San Antonio skoruðu 57 stig í 103-90 sigri liðsins. Beno Udrih skoraði 15 stig fyrir San Antonio en Marcus Banks setti 25 stig fyrir Minnesota. Washington lagði Cleveland 104-92. Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington en LeBron James skoraði 17 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Cleveland. New Jersey vann 17. leik sinn af síðustu 20 þegar það skellti Boston 95-93. Gerald Green skoraði 19 stig fyrir Boston en Nenad Kristic skoraði 18 fyrir New Jersey. Dallas vann auðveldan sigur á Utah 111-95 og gerði þar formlega út um fjarlægan draum Utah um að komast í úrslitakeppnina. Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas en náði sér alls ekki á strik í leiknum. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst. Seattle valtaði yfir LA Clippers á útivelli 114-98. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Clippers. Þá tryggði Sacramento sér sæti í úrslitakeppninni með auðveldum 96-79 sigri á New Orleans. Mike Bibby skoraði 23 stig fyrir Sacramento en Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 7 stoðsendingar hjá New Orleans. Endanleg niðurröðun er enn ekki komin á hreint, en þó er ljóst hvaða lið það verða sem komast í úrslitakeppnina í ár. Í Austurdeildinni verða það Detroit, Miami, New Jersey, Cleveland, Washington, Indiana, Milwaukee og Chicago. Í Vesturdeildinni eru það San Antonio, Dallas, Denver, Phoenix, Memphis, LA Clippers, LA Lakers og Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Los Angeles Lakers, Sacramento Kings og Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá vann Detroit 64. leik sinn í vetur sem er félagsmet og ljóst að liðið verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina. Chicago burstaði Miami á útivelli 117-93, en Miami hvíldi sína bestu menn næstum hálfan leikinn. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago en Antoine Walker skoraði 22 stig fyrir Miami. Lið Phoenix hvíldi sömuleiðis nokkra af lykilmönnum sínum og steinlá fyrir Los Angeles Lakers 109-89. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, en Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Frakkinn Boris Diaw náði enn einni þrennunni sinni með 11 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Detroit valtaði yfir New York 103-97, en þó lokatölurnar beri með sér að sigurinn hafi verið naumur, var þetta bókstaflega leikur kattarins að músinni. Detroit náði 10 stiga forystu eftir rúmar 90 sekúndur í fyrsta leikhluta og náði mest 27 stiga forystu í leikhlutanum. Eftir það fengu varamenn Detroit að mestu að klára leikinn. Rip Hamilton skoraði 28 stig í leiknum, þar af 14 í fyrsta leikhluta en Nate Robinson skoraði 23 stig fyrir New York. Jamal Crawford, leikmaður New York, sagðist eftir leikinn aldrei hafa orðið fyrir annari eins flengingu og í upphafi leiksins í gærkvöldi. San Antonio vann auðveldan sigur á Minnesota þar sem varamenn San Antonio skoruðu 57 stig í 103-90 sigri liðsins. Beno Udrih skoraði 15 stig fyrir San Antonio en Marcus Banks setti 25 stig fyrir Minnesota. Washington lagði Cleveland 104-92. Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington en LeBron James skoraði 17 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Cleveland. New Jersey vann 17. leik sinn af síðustu 20 þegar það skellti Boston 95-93. Gerald Green skoraði 19 stig fyrir Boston en Nenad Kristic skoraði 18 fyrir New Jersey. Dallas vann auðveldan sigur á Utah 111-95 og gerði þar formlega út um fjarlægan draum Utah um að komast í úrslitakeppnina. Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas en náði sér alls ekki á strik í leiknum. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst. Seattle valtaði yfir LA Clippers á útivelli 114-98. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Clippers. Þá tryggði Sacramento sér sæti í úrslitakeppninni með auðveldum 96-79 sigri á New Orleans. Mike Bibby skoraði 23 stig fyrir Sacramento en Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 7 stoðsendingar hjá New Orleans. Endanleg niðurröðun er enn ekki komin á hreint, en þó er ljóst hvaða lið það verða sem komast í úrslitakeppnina í ár. Í Austurdeildinni verða það Detroit, Miami, New Jersey, Cleveland, Washington, Indiana, Milwaukee og Chicago. Í Vesturdeildinni eru það San Antonio, Dallas, Denver, Phoenix, Memphis, LA Clippers, LA Lakers og Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira