Ljóst hvaða lið ná í úrslitakeppnina 17. apríl 2006 06:31 Kobe Bryant skoraði 20 af 43 stigum sínum í nótt af vítalínunni. Bryant er öruggur stigakóngur deildarinnar í vetur með rúm 35 stig að meðaltali í leik sem er það hæsta í hátt í tvo áratugi. NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Lakers, Sacramento Kings og Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá vann Detroit 64. leik sinn í vetur sem er félagsmet og ljóst að liðið verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina. Chicago burstaði Miami á útivelli 117-93, en Miami hvíldi sína bestu menn næstum hálfan leikinn. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago en Antoine Walker skoraði 22 stig fyrir Miami. Lið Phoenix hvíldi sömuleiðis nokkra af lykilmönnum sínum og steinlá fyrir Los Angeles Lakers 109-89. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, en Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Frakkinn Boris Diaw náði enn einni þrennunni sinni með 11 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Detroit valtaði yfir New York 103-97, en þó lokatölurnar beri með sér að sigurinn hafi verið naumur, var þetta bókstaflega leikur kattarins að músinni. Detroit náði 10 stiga forystu eftir rúmar 90 sekúndur í fyrsta leikhluta og náði mest 27 stiga forystu í leikhlutanum. Eftir það fengu varamenn Detroit að mestu að klára leikinn. Rip Hamilton skoraði 28 stig í leiknum, þar af 14 í fyrsta leikhluta en Nate Robinson skoraði 23 stig fyrir New York. Jamal Crawford, leikmaður New York, sagðist eftir leikinn aldrei hafa orðið fyrir annari eins flengingu og í upphafi leiksins í gærkvöldi. San Antonio vann auðveldan sigur á Minnesota þar sem varamenn San Antonio skoruðu 57 stig í 103-90 sigri liðsins. Beno Udrih skoraði 15 stig fyrir San Antonio en Marcus Banks setti 25 stig fyrir Minnesota. Washington lagði Cleveland 104-92. Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington en LeBron James skoraði 17 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Cleveland. New Jersey vann 17. leik sinn af síðustu 20 þegar það skellti Boston 95-93. Gerald Green skoraði 19 stig fyrir Boston en Nenad Kristic skoraði 18 fyrir New Jersey. Dallas vann auðveldan sigur á Utah 111-95 og gerði þar formlega út um fjarlægan draum Utah um að komast í úrslitakeppnina. Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas en náði sér alls ekki á strik í leiknum. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst. Seattle valtaði yfir LA Clippers á útivelli 114-98. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Clippers. Þá tryggði Sacramento sér sæti í úrslitakeppninni með auðveldum 96-79 sigri á New Orleans. Mike Bibby skoraði 23 stig fyrir Sacramento en Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 7 stoðsendingar hjá New Orleans. Endanleg niðurröðun er enn ekki komin á hreint, en þó er ljóst hvaða lið það verða sem komast í úrslitakeppnina í ár. Í Austurdeildinni verða það Detroit, Miami, New Jersey, Cleveland, Washington, Indiana, Milwaukee og Chicago. Í Vesturdeildinni eru það San Antonio, Dallas, Denver, Phoenix, Memphis, LA Clippers, LA Lakers og Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Los Angeles Lakers, Sacramento Kings og Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá vann Detroit 64. leik sinn í vetur sem er félagsmet og ljóst að liðið verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina. Chicago burstaði Miami á útivelli 117-93, en Miami hvíldi sína bestu menn næstum hálfan leikinn. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago en Antoine Walker skoraði 22 stig fyrir Miami. Lið Phoenix hvíldi sömuleiðis nokkra af lykilmönnum sínum og steinlá fyrir Los Angeles Lakers 109-89. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, en Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Frakkinn Boris Diaw náði enn einni þrennunni sinni með 11 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Detroit valtaði yfir New York 103-97, en þó lokatölurnar beri með sér að sigurinn hafi verið naumur, var þetta bókstaflega leikur kattarins að músinni. Detroit náði 10 stiga forystu eftir rúmar 90 sekúndur í fyrsta leikhluta og náði mest 27 stiga forystu í leikhlutanum. Eftir það fengu varamenn Detroit að mestu að klára leikinn. Rip Hamilton skoraði 28 stig í leiknum, þar af 14 í fyrsta leikhluta en Nate Robinson skoraði 23 stig fyrir New York. Jamal Crawford, leikmaður New York, sagðist eftir leikinn aldrei hafa orðið fyrir annari eins flengingu og í upphafi leiksins í gærkvöldi. San Antonio vann auðveldan sigur á Minnesota þar sem varamenn San Antonio skoruðu 57 stig í 103-90 sigri liðsins. Beno Udrih skoraði 15 stig fyrir San Antonio en Marcus Banks setti 25 stig fyrir Minnesota. Washington lagði Cleveland 104-92. Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington en LeBron James skoraði 17 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Cleveland. New Jersey vann 17. leik sinn af síðustu 20 þegar það skellti Boston 95-93. Gerald Green skoraði 19 stig fyrir Boston en Nenad Kristic skoraði 18 fyrir New Jersey. Dallas vann auðveldan sigur á Utah 111-95 og gerði þar formlega út um fjarlægan draum Utah um að komast í úrslitakeppnina. Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas en náði sér alls ekki á strik í leiknum. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst. Seattle valtaði yfir LA Clippers á útivelli 114-98. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Clippers. Þá tryggði Sacramento sér sæti í úrslitakeppninni með auðveldum 96-79 sigri á New Orleans. Mike Bibby skoraði 23 stig fyrir Sacramento en Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 7 stoðsendingar hjá New Orleans. Endanleg niðurröðun er enn ekki komin á hreint, en þó er ljóst hvaða lið það verða sem komast í úrslitakeppnina í ár. Í Austurdeildinni verða það Detroit, Miami, New Jersey, Cleveland, Washington, Indiana, Milwaukee og Chicago. Í Vesturdeildinni eru það San Antonio, Dallas, Denver, Phoenix, Memphis, LA Clippers, LA Lakers og Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira