D-listinn klofnaði í afstöðu sinni 13. apríl 2006 17:00 MYND/sudurland.net D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti. Með samningnum kaupir bæjarfélagið um 8.000 fermetra lands sem var í eigu Miðjunnar, en félagið heldur byggingarétti á því áfram. Þá selur bærinn Miðjunni byggingarrétt á 5.000 fermetrum lands til viðbótar á aðliggjandi svæði. Fyrir þann byggingarrétt greiðir Miðjan með afsali fyrrgreinds lands síns og 45 milljónir króna að auki. Með þessu tekur bæjarfélagið frumkvæði að skipulagi alls þessa lands og hyggst efna til samkeppni um skipulag þess og næsta nágrennis líka, alls um 25.000 fermetra. Á bæjarstjórnarfundinum bar Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu um samþykkt samningsins við Miðjuna. Aðeins einn tók til máls í umræðum um málið, Björn Bj. Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður en til atkvæðagreðislunnar kom, báðu Sjálfstæðismenn um fundarhlé og eftir það var gengið til atkvæða. Þar greiddi Halldór Valur Pálsson, annar fulltrúa D-listans, einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn tillögunni og lagði fram skriflega bókun þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hinn bæjarfultrúi D-lista, Páll Leó Jónsson, samþykkti hins vegar samninginn ásamt öllum fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks. Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fjallar um fundinn og afgreiðslu samningsins á heimasíðu sinni. Gylfi segir atburðinn fáheyrðan. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafi fjölmennt á bæjarstjórnarfund til þess að þrýsta á bæjarstjórnarfulltrúa flokksins að breyta afstöðu sinni og greiða atkvæði gegn einu mikilvægasta framfaramáli í sveitarfélaginu í áratugi. sudurland.net Frétt á vef Árborgar Skrif Gylfa Þorkelssonar bæjarfulltrúa Samfylkingar um málið Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti. Með samningnum kaupir bæjarfélagið um 8.000 fermetra lands sem var í eigu Miðjunnar, en félagið heldur byggingarétti á því áfram. Þá selur bærinn Miðjunni byggingarrétt á 5.000 fermetrum lands til viðbótar á aðliggjandi svæði. Fyrir þann byggingarrétt greiðir Miðjan með afsali fyrrgreinds lands síns og 45 milljónir króna að auki. Með þessu tekur bæjarfélagið frumkvæði að skipulagi alls þessa lands og hyggst efna til samkeppni um skipulag þess og næsta nágrennis líka, alls um 25.000 fermetra. Á bæjarstjórnarfundinum bar Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu um samþykkt samningsins við Miðjuna. Aðeins einn tók til máls í umræðum um málið, Björn Bj. Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður en til atkvæðagreðislunnar kom, báðu Sjálfstæðismenn um fundarhlé og eftir það var gengið til atkvæða. Þar greiddi Halldór Valur Pálsson, annar fulltrúa D-listans, einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn tillögunni og lagði fram skriflega bókun þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hinn bæjarfultrúi D-lista, Páll Leó Jónsson, samþykkti hins vegar samninginn ásamt öllum fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks. Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fjallar um fundinn og afgreiðslu samningsins á heimasíðu sinni. Gylfi segir atburðinn fáheyrðan. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafi fjölmennt á bæjarstjórnarfund til þess að þrýsta á bæjarstjórnarfulltrúa flokksins að breyta afstöðu sinni og greiða atkvæði gegn einu mikilvægasta framfaramáli í sveitarfélaginu í áratugi. sudurland.net Frétt á vef Árborgar Skrif Gylfa Þorkelssonar bæjarfulltrúa Samfylkingar um málið
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira