Tiger Woods er heimskur 12. apríl 2006 07:10 Segja má að kylfingurinn Tiger Woods eigi undir högg að sækja þessa dagana vegna óheppilegra ummæla sinna um púttin á Masters-mótinu um síðustu helgi NordicPhotos/GettyImages Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Thompson er sjálf fötluð og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna til 11 Ólympíugulla í hjólastólaralli og þá hefur hún 6 sinnum sigrað í hjólastólaflokki London-maraþoninu - síðast árið 2002 þegar hún var nýbúin að eignast barn. "Þetta var óneitanlega dálítið heimskulegt af honum að missa svona lagað út úr sér og yfir höfuð heimskulegt að segja svona nokkuð," sagði Thompson, en umdeilt orðfæri kylfingsins fór ansi víða í beinni útsendingu í bæði útvarpi og sjónvarpi. "Hvað með öll börnin sem eru að hlusta á hann og reyna kannski að tileinka sér orðaforða hans? Ætli börnunum finnist ekki allt í lagi að nota svona orð ef sjálfur Tiger Woods talar svona? Maður hélt að hann væri ekki eins og einn af þessum ruddalegu knattspyrnumönnum sem drekka og stunda fjárhættuspil," sagði Thompson, en bætti við að líklega hefði Woods ekki ætlað sér að særa neinn með orðum sínum. "Ég hugsa að það hafi nú ekki verið ætlunin hjá honum að særa neinn, en ég er alveg handviss um að hann lætur ekkert svona lagað út úr sér aftur," sagði Thompson. Talsmaður Woods hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að kylfingurinn biðjist afsökunar á því ef hann hafi valdið særindum með orðum sínum og segir það alls ekki hafa verið á dagskránni hjá sér. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Thompson er sjálf fötluð og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna til 11 Ólympíugulla í hjólastólaralli og þá hefur hún 6 sinnum sigrað í hjólastólaflokki London-maraþoninu - síðast árið 2002 þegar hún var nýbúin að eignast barn. "Þetta var óneitanlega dálítið heimskulegt af honum að missa svona lagað út úr sér og yfir höfuð heimskulegt að segja svona nokkuð," sagði Thompson, en umdeilt orðfæri kylfingsins fór ansi víða í beinni útsendingu í bæði útvarpi og sjónvarpi. "Hvað með öll börnin sem eru að hlusta á hann og reyna kannski að tileinka sér orðaforða hans? Ætli börnunum finnist ekki allt í lagi að nota svona orð ef sjálfur Tiger Woods talar svona? Maður hélt að hann væri ekki eins og einn af þessum ruddalegu knattspyrnumönnum sem drekka og stunda fjárhættuspil," sagði Thompson, en bætti við að líklega hefði Woods ekki ætlað sér að særa neinn með orðum sínum. "Ég hugsa að það hafi nú ekki verið ætlunin hjá honum að særa neinn, en ég er alveg handviss um að hann lætur ekkert svona lagað út úr sér aftur," sagði Thompson. Talsmaður Woods hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að kylfingurinn biðjist afsökunar á því ef hann hafi valdið særindum með orðum sínum og segir það alls ekki hafa verið á dagskránni hjá sér.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira