Deildi hart á gagnrýnendur innan flokks 31. mars 2006 21:56 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um þá flokksmenn sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega, þegar hann ávarpaði vorfund miðstjórnarflokksins sem haldinn er í Reykjavík.Formaður Framsóknarflokksins deildi hart á þá flokksmenn sem gagnrýnt hafa forystu flokksins opinberlega að undanförnu og hvatti flokksmenn til samstöðu. Hann sagði að allir þingmenn flokksins og sveitarstjórnarmenn væru forystumenn flokksins og mátti lesa úr því að ádeila hans beindist ekki síst að borgarfulltrúanum Önnu Kristinsdóttur og þingmanninum Kristni H. Gunnarssyni sem hafa gagnrýnt forystuna harkalega að undanförnu. Formaðurinn sagðist ekki hræddur við komandi kosningar en lýsti vissum áhyggjum af því að innanflokksdeilur kynnu að hafa slæm áhrif á útkomu flokksins.Halldór hvatti flokksmenn til að líta í eigin barm og skoða hvort þeir gætu ekki gert meira til að auka veg flokksins.Halldór deildi ekki aðeins á þá samflokksmenn sína sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega. Hann fór einnig hörðum orðum um þá hugmynd Dags. B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, að byggja aðeins tveggja akreina Sundabraut, þvert á það sem samkomulag hefði náðst um. Hann sagði slíka umræðu aðeins vera út og suður og engum til gagns.Hann gagnrýndi einnig Samfylkinguna og Vinstri-græna fyrir að hafa bakkað út úr því sem hefði verið svo gott sem frágengið samkomulag um að ríkið keypti hlut borgarinnar í Landsvirkjun, þrátt fyrir að ríkið hefði verið reiðubúið að greiða hærra en matsverð fyrir hlut borgarinnar. Hefði borgin gengið að þessu hefði hún getað tekið þátt í hluta kostnaðar við Sundabraut sem væri umfram það ríkið væri reiðubúið að greiða, ef ráðist yrði í einhverja dýrari kosta við lagningu Sundabrautar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um þá flokksmenn sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega, þegar hann ávarpaði vorfund miðstjórnarflokksins sem haldinn er í Reykjavík.Formaður Framsóknarflokksins deildi hart á þá flokksmenn sem gagnrýnt hafa forystu flokksins opinberlega að undanförnu og hvatti flokksmenn til samstöðu. Hann sagði að allir þingmenn flokksins og sveitarstjórnarmenn væru forystumenn flokksins og mátti lesa úr því að ádeila hans beindist ekki síst að borgarfulltrúanum Önnu Kristinsdóttur og þingmanninum Kristni H. Gunnarssyni sem hafa gagnrýnt forystuna harkalega að undanförnu. Formaðurinn sagðist ekki hræddur við komandi kosningar en lýsti vissum áhyggjum af því að innanflokksdeilur kynnu að hafa slæm áhrif á útkomu flokksins.Halldór hvatti flokksmenn til að líta í eigin barm og skoða hvort þeir gætu ekki gert meira til að auka veg flokksins.Halldór deildi ekki aðeins á þá samflokksmenn sína sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega. Hann fór einnig hörðum orðum um þá hugmynd Dags. B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, að byggja aðeins tveggja akreina Sundabraut, þvert á það sem samkomulag hefði náðst um. Hann sagði slíka umræðu aðeins vera út og suður og engum til gagns.Hann gagnrýndi einnig Samfylkinguna og Vinstri-græna fyrir að hafa bakkað út úr því sem hefði verið svo gott sem frágengið samkomulag um að ríkið keypti hlut borgarinnar í Landsvirkjun, þrátt fyrir að ríkið hefði verið reiðubúið að greiða hærra en matsverð fyrir hlut borgarinnar. Hefði borgin gengið að þessu hefði hún getað tekið þátt í hluta kostnaðar við Sundabraut sem væri umfram það ríkið væri reiðubúið að greiða, ef ráðist yrði í einhverja dýrari kosta við lagningu Sundabrautar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira