Andriy Shevchenko skoraði 18. markið sitt í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að skora tvö mörk þegar AC Milan tók Udinese í kennslustund með 4-0 útisigri. Milan sem er í 2. sæti í deildinni heldur því áfram að elta topplið Juventus sem er með 10 stiga forskot þegar 8 umferðir eru eftir. Inter Milan er tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum eftir 3-1 sigur á Lazio í dag þar sem Alvaro Recoba skoraði tvívegis.
Fiorentina komst í 59 stig í 4. sæti í dag þegar liðið náði endurkomu eftir að hafa lent 1-0 undir gegn Ascoli og vann 3-1. Önnur úrslit á Ítalíu í dag urðu eftirfarandi;
Chievo Verona 4, Siena 1
Lecce 1, Parma 2
Reggina 0, Empoli 2
Sampdoria 0, Palermo 2
