Tilkynnt í dag hverjir skipa efstu sætin á lista Framsóknar 3. mars 2006 12:30 MYND/Vilhelm Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, tilkynnir á blaðamannafundi klukkan tvö í dag, hverjir skipa fyrstu fjögur sætin á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tæpar fimm vikur eru frá prófkjöri flokksins, þar sem Björn Ingi lenti í fyrsta sæti. Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík fór fram laugardaginn 28. janúar síðastliðinn. Þar kepptu þrír einstaklingar um fyrsta sæti listans, þau Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi, Óskar Bergsson og Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem að lokum sigraði. Fljótlega eftir að prófkjörinu lauk sagði Anna Kristinsdóttir sig af listanum en hún er annar fulltrúi Framsóknarflokksins innnan Reykjavíkurlistans á þessu kjörtímabili á eftir Alfreð Þorsteinssyni. Í prófkjörinu í janúar lenti Anna í öðru sæti og Óskar í því þriðja. Samkvæmt reglum prófkjörsins var kosningin bindandi fyrir fyrstu efstu tvö sætin og jafnvægi skyldi ríkja milli kvenna og karla í fyrstu fjórum sætunum. Tvær konur lentu í fjórða og fimmta sæti, þær Marsibil Sæmundardóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Ef þær tvær og Óskar Bergsson yrðu færð upp um eitt sæti eftir brotthvarf Önnu, næðist að uppfylla markmið listans um jafnvægi milli karla og kvenna í fyrstu fjórum sætunum. Hins vegar hefur NFS traustar heimildir fyrir því að mjög sé þrýst á að Marsibil verði sett í annað sætið en ekki Óskar. Hún er almennt talin vera í liði með Birni Inga og svo telja margir framsóknarmenn nauðsynlegt að hafa konu í öðru sæti listans. Ef þetta yrði niðurstaðan telja sömu heimildir að Óskar muni ekki sætta sig við sinn hlut, jafnvel þótt hann væri samkvæmt þessari leið í sama sæti og hann var kosinn til - en með fleiri atkvæði á bak við sig ofarlega á listanum en Marsibil. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, tilkynnir á blaðamannafundi klukkan tvö í dag, hverjir skipa fyrstu fjögur sætin á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tæpar fimm vikur eru frá prófkjöri flokksins, þar sem Björn Ingi lenti í fyrsta sæti. Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík fór fram laugardaginn 28. janúar síðastliðinn. Þar kepptu þrír einstaklingar um fyrsta sæti listans, þau Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi, Óskar Bergsson og Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem að lokum sigraði. Fljótlega eftir að prófkjörinu lauk sagði Anna Kristinsdóttir sig af listanum en hún er annar fulltrúi Framsóknarflokksins innnan Reykjavíkurlistans á þessu kjörtímabili á eftir Alfreð Þorsteinssyni. Í prófkjörinu í janúar lenti Anna í öðru sæti og Óskar í því þriðja. Samkvæmt reglum prófkjörsins var kosningin bindandi fyrir fyrstu efstu tvö sætin og jafnvægi skyldi ríkja milli kvenna og karla í fyrstu fjórum sætunum. Tvær konur lentu í fjórða og fimmta sæti, þær Marsibil Sæmundardóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Ef þær tvær og Óskar Bergsson yrðu færð upp um eitt sæti eftir brotthvarf Önnu, næðist að uppfylla markmið listans um jafnvægi milli karla og kvenna í fyrstu fjórum sætunum. Hins vegar hefur NFS traustar heimildir fyrir því að mjög sé þrýst á að Marsibil verði sett í annað sætið en ekki Óskar. Hún er almennt talin vera í liði með Birni Inga og svo telja margir framsóknarmenn nauðsynlegt að hafa konu í öðru sæti listans. Ef þetta yrði niðurstaðan telja sömu heimildir að Óskar muni ekki sætta sig við sinn hlut, jafnvel þótt hann væri samkvæmt þessari leið í sama sæti og hann var kosinn til - en með fleiri atkvæði á bak við sig ofarlega á listanum en Marsibil.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent