Segir ekki hafa verið samið við Jón Gerald 20. febrúar 2006 20:45 Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ný gögn voru lögð fram strax við upphaf þeirra, það gerði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og við það tafðist málið um tíu mínútur. Þá fyrst gátu vitnaleiðslur hafist. Fyrri hluta dags voru sakborningar yfirheyrðir, fyrstur Jón Ásgeir Jóhannesson, þá Tryggvi Jónsson, þar á eftir Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus og svo Kristín Jóhannesdóttir. Endurskoðendurnir tveir sem ákærðir eru í málinu voru yfirheyrðir þar á eftir. Yfirheyrslum yfir hinum ákærðu í Baugsmálinu er þar með lokið en á morgun ætlar ákæruvaldið að leiða fram sín vitni, þeirra á meðal Jón Gerald Sullenberger. Eins og menn muna kastaði Hæstiréttur út 32 af ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu og því er aðeins réttað í átta ákæruliðum nú. Fjórir ákæruliðir snúast um ársreikninga, bókhald, kostnaðarreikninga og meint ólögleg lán Baugs til stjórnenda sinna en hinir fjórir um bílainnflutning Baugsfjölskyldunnar og meinta falsaða reikninga og tollasvik. Seinni partinn í dag mættu síðan fulltrúar yfirvalda, Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, spurði hann ítrekað út í hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í málinu. Hann vitnaði í yfirheyrslur yfir Jóni sem játaði á sínum tíma að hafa falsað reikninga fyrir Baugsfeðga. Reikningarnir hafi verið efnislega rangir og tilhæfulausir. „Hvers vegna var Jón Gerald ekki ákærður?" endurtók lögmaðurinn í sífellu. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sat því næst fyrir svörum. Lögmenn sakborninga gerðu harða hríð að Arnari og höfðu athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í mörgum liðum. Þeir sögðu ekki stein standa yfir steini. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira
Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ný gögn voru lögð fram strax við upphaf þeirra, það gerði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og við það tafðist málið um tíu mínútur. Þá fyrst gátu vitnaleiðslur hafist. Fyrri hluta dags voru sakborningar yfirheyrðir, fyrstur Jón Ásgeir Jóhannesson, þá Tryggvi Jónsson, þar á eftir Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus og svo Kristín Jóhannesdóttir. Endurskoðendurnir tveir sem ákærðir eru í málinu voru yfirheyrðir þar á eftir. Yfirheyrslum yfir hinum ákærðu í Baugsmálinu er þar með lokið en á morgun ætlar ákæruvaldið að leiða fram sín vitni, þeirra á meðal Jón Gerald Sullenberger. Eins og menn muna kastaði Hæstiréttur út 32 af ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu og því er aðeins réttað í átta ákæruliðum nú. Fjórir ákæruliðir snúast um ársreikninga, bókhald, kostnaðarreikninga og meint ólögleg lán Baugs til stjórnenda sinna en hinir fjórir um bílainnflutning Baugsfjölskyldunnar og meinta falsaða reikninga og tollasvik. Seinni partinn í dag mættu síðan fulltrúar yfirvalda, Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, spurði hann ítrekað út í hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í málinu. Hann vitnaði í yfirheyrslur yfir Jóni sem játaði á sínum tíma að hafa falsað reikninga fyrir Baugsfeðga. Reikningarnir hafi verið efnislega rangir og tilhæfulausir. „Hvers vegna var Jón Gerald ekki ákærður?" endurtók lögmaðurinn í sífellu. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sat því næst fyrir svörum. Lögmenn sakborninga gerðu harða hríð að Arnari og höfðu athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í mörgum liðum. Þeir sögðu ekki stein standa yfir steini.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira