Segir ekki hafa verið samið við Jón Gerald 20. febrúar 2006 20:45 Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ný gögn voru lögð fram strax við upphaf þeirra, það gerði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og við það tafðist málið um tíu mínútur. Þá fyrst gátu vitnaleiðslur hafist. Fyrri hluta dags voru sakborningar yfirheyrðir, fyrstur Jón Ásgeir Jóhannesson, þá Tryggvi Jónsson, þar á eftir Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus og svo Kristín Jóhannesdóttir. Endurskoðendurnir tveir sem ákærðir eru í málinu voru yfirheyrðir þar á eftir. Yfirheyrslum yfir hinum ákærðu í Baugsmálinu er þar með lokið en á morgun ætlar ákæruvaldið að leiða fram sín vitni, þeirra á meðal Jón Gerald Sullenberger. Eins og menn muna kastaði Hæstiréttur út 32 af ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu og því er aðeins réttað í átta ákæruliðum nú. Fjórir ákæruliðir snúast um ársreikninga, bókhald, kostnaðarreikninga og meint ólögleg lán Baugs til stjórnenda sinna en hinir fjórir um bílainnflutning Baugsfjölskyldunnar og meinta falsaða reikninga og tollasvik. Seinni partinn í dag mættu síðan fulltrúar yfirvalda, Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, spurði hann ítrekað út í hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í málinu. Hann vitnaði í yfirheyrslur yfir Jóni sem játaði á sínum tíma að hafa falsað reikninga fyrir Baugsfeðga. Reikningarnir hafi verið efnislega rangir og tilhæfulausir. „Hvers vegna var Jón Gerald ekki ákærður?" endurtók lögmaðurinn í sífellu. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sat því næst fyrir svörum. Lögmenn sakborninga gerðu harða hríð að Arnari og höfðu athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í mörgum liðum. Þeir sögðu ekki stein standa yfir steini. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ný gögn voru lögð fram strax við upphaf þeirra, það gerði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og við það tafðist málið um tíu mínútur. Þá fyrst gátu vitnaleiðslur hafist. Fyrri hluta dags voru sakborningar yfirheyrðir, fyrstur Jón Ásgeir Jóhannesson, þá Tryggvi Jónsson, þar á eftir Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus og svo Kristín Jóhannesdóttir. Endurskoðendurnir tveir sem ákærðir eru í málinu voru yfirheyrðir þar á eftir. Yfirheyrslum yfir hinum ákærðu í Baugsmálinu er þar með lokið en á morgun ætlar ákæruvaldið að leiða fram sín vitni, þeirra á meðal Jón Gerald Sullenberger. Eins og menn muna kastaði Hæstiréttur út 32 af ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu og því er aðeins réttað í átta ákæruliðum nú. Fjórir ákæruliðir snúast um ársreikninga, bókhald, kostnaðarreikninga og meint ólögleg lán Baugs til stjórnenda sinna en hinir fjórir um bílainnflutning Baugsfjölskyldunnar og meinta falsaða reikninga og tollasvik. Seinni partinn í dag mættu síðan fulltrúar yfirvalda, Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, spurði hann ítrekað út í hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í málinu. Hann vitnaði í yfirheyrslur yfir Jóni sem játaði á sínum tíma að hafa falsað reikninga fyrir Baugsfeðga. Reikningarnir hafi verið efnislega rangir og tilhæfulausir. „Hvers vegna var Jón Gerald ekki ákærður?" endurtók lögmaðurinn í sífellu. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sat því næst fyrir svörum. Lögmenn sakborninga gerðu harða hríð að Arnari og höfðu athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í mörgum liðum. Þeir sögðu ekki stein standa yfir steini.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent