Sautján ára piltur með nokkurra daga gamalt ökuskírteini slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á 200 kílómetra hraða, að eigin sögn, í aðreininni frá Miklubraut upp á Réttarholtsveg í nótt. Bíllinn , sem er nýlegur Benz í eigur foreldra piltsins, klippti í sundur ljósastaur og þeyttist síðan langar leliðir uns han stöðvaðist. Það var piltinum til happs að staurinn festist undir bílnum og dróst með honum , en það snar hægði á bílnum. Hann er talinn ónýtur og pilturinn mun ekki aka bíl næstu mánuðina.
