Stjórarnir vilja vinnufrið 13. febrúar 2006 15:30 Curbishley vill fá vinnufrið þangað til í vor NordicPhotos/GettyImages Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City sagði það fáránlega hugmynd þegar hann var fyrst orðaður við stöðuna, en hefur nú dregið í land og játar að hann mundi hlusta ef sér yrði boðið að taka við. Hann er þó ekki bjartsýnn á að vera inni í myndinni. "Ég á nú satt best að segja ekki von á því að mitt nafn verði uppi á borðinu þegar kemur að því að ráða nýjan mann - það er á hreinu," sagði Pearce í dag. Sam Allardyce hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við starfið, en honum þykir umfram allt mikilvægt að eftirmaður Eriksson verði enskur. "Mikið er talað um að næsti þjálfari verði enskur og ég er mjög fylgjandi því sjálfur. Ekki bara af því ég er talinn inni í myndinni - heldur af því ég er sjálfur Breti og ég vil fá heimamann í starfið, því ég tel það eðlilegast í stöðunni," sagði Allardyce. Alan Curbishley hjá Charlton, sem Rafa Benitez hjá Liverpool telur að ætti að fá starfið, telur mikilvægt að enska knattspyrnusambandið tilkynni val sitt eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur. "Ég mundi vilja að við fengjum vinnufrið það sem eftir er af leiktíðinni, því tímabilið er nógu strembið svo við séum ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum þegar við erum að reyna að ná því besta út úr liðum okkar í úrvalsdeildinni," sagði Curbishley. Þá hafa þeir Martin O´Neill og Steve McClaren hjá Middlesbrough einnig verið nefndir mikið til sögunnar sem líklegir til að hreppa hnossið í haust. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City sagði það fáránlega hugmynd þegar hann var fyrst orðaður við stöðuna, en hefur nú dregið í land og játar að hann mundi hlusta ef sér yrði boðið að taka við. Hann er þó ekki bjartsýnn á að vera inni í myndinni. "Ég á nú satt best að segja ekki von á því að mitt nafn verði uppi á borðinu þegar kemur að því að ráða nýjan mann - það er á hreinu," sagði Pearce í dag. Sam Allardyce hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við starfið, en honum þykir umfram allt mikilvægt að eftirmaður Eriksson verði enskur. "Mikið er talað um að næsti þjálfari verði enskur og ég er mjög fylgjandi því sjálfur. Ekki bara af því ég er talinn inni í myndinni - heldur af því ég er sjálfur Breti og ég vil fá heimamann í starfið, því ég tel það eðlilegast í stöðunni," sagði Allardyce. Alan Curbishley hjá Charlton, sem Rafa Benitez hjá Liverpool telur að ætti að fá starfið, telur mikilvægt að enska knattspyrnusambandið tilkynni val sitt eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur. "Ég mundi vilja að við fengjum vinnufrið það sem eftir er af leiktíðinni, því tímabilið er nógu strembið svo við séum ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum þegar við erum að reyna að ná því besta út úr liðum okkar í úrvalsdeildinni," sagði Curbishley. Þá hafa þeir Martin O´Neill og Steve McClaren hjá Middlesbrough einnig verið nefndir mikið til sögunnar sem líklegir til að hreppa hnossið í haust.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira