Héraðsdómur tók í morgun fyrir meiðyrðamál Bubba Morthens á hendur Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra Hér og nú, og 365 - prentmiðlum. Bubbi krefur Garðar og 365 um 20 milljónir króna vegna umfjöllunar og myndbirtinga í Hér og nú í júní í fyrra um einkalíf hans. Sækjandi og verjandi lögðu í dag fram gögn í málinu en aðalmeðferð þess verður 10. mars næstkomandi.
