Krafist verði frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni 6. febrúar 2006 20:28 MYND/Stefán Forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni krefjast frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni til að greiða fyrir uppbyggingu fleiri álvera. Á hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar eiga menn að taka mark varðandi uppbyggingu álvera, spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag og benti á að menn töluðu í austur og vestur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rifjaði upp að iðnaðarráðherra hefði sagt í útvarpsfréttum í júní að einungis væri rúm fyrir eitt álver í viðbót. Þá hefðu skyndilega dúkkað upp hugmyndir um tvö ný álver og frekari stækkun í Straumsvík. Umhverfisráðherra hefði þá stigið fram á sjónarsviðið og sagt að ekki yrði um fleiri álver að ræða ef stækkað yrði í Straumsvík. Og formaður Samfylkingarinnar spurði hverjum ætti að trúa. Ingibjörg Sólrún sagði að fyrir norðan hefði iðnaðar- og viðskiptaráðherra að kynna hugmyndir um álversuppbyggingu á Norðurlandi. Þar hefði ráðherrann sagt að álver þar væri óháð því sem gerðist fyrir sunnan. Norðlendingar hefðu aldrei verið eins nærri því að fá álver. Þegar hún hafi verið spurð út í ummæli umhverfisráðherra í málinu hefði hún sagt orðrétt: „Treystu á mig. Takið ekki mark á umhverfisráðherra." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að samningar við álfyrirtæki réðust ekki síst af því hvort hægt yrðaað skaffa rafmagn.Þegar það lægi ljósar fyrir þyrfti að raða því upp og sjá hvernig það rúmaðist í íslensku efnahagslífi. Ingibjörg Sólrún sagði svarið loðið. Hún hlyti að líta svo á, þar sem því hefði ekki verið svarað með öðrum hætti, að þessar þrjár framkvæmdir rúmuðust ekki innan Kyoto-bókunarinnar eða þeim hagstjórnarmarkmiðum sem sett hefðu verið. Ein af þremur gæti það og því spurði Ingibjörg hvort ekki væri verið að draga þrjú fyrirtæki og þrjú sveitarfélög á asnaeyrunum með því að tala ekki skýrt. Ákvæði Kyotobókunarinnar gildir til 2012 sagði ráðherrann. Aðeins eitt þessara álfyrirtækja treysti sér til að ljúka framkvæmdum fyrir þann tíma. Í mál i ráðherrans kom fram að stefnt sé að því árið fyrir 2012 að fara fram á frekari undanþágur og það verði krafa núverandi ríkisstjórnar. Halldór sagði að þær kröfur hlyti að verða gerðar áfram að Íslendingar gætu nýtt sínar endurnýjanlegu auðlindir og tekið þátt í því að minnka mengun í heiminum með því að framleiða rafmagn með vistvænum hætti hér á landi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni krefjast frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni til að greiða fyrir uppbyggingu fleiri álvera. Á hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar eiga menn að taka mark varðandi uppbyggingu álvera, spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag og benti á að menn töluðu í austur og vestur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rifjaði upp að iðnaðarráðherra hefði sagt í útvarpsfréttum í júní að einungis væri rúm fyrir eitt álver í viðbót. Þá hefðu skyndilega dúkkað upp hugmyndir um tvö ný álver og frekari stækkun í Straumsvík. Umhverfisráðherra hefði þá stigið fram á sjónarsviðið og sagt að ekki yrði um fleiri álver að ræða ef stækkað yrði í Straumsvík. Og formaður Samfylkingarinnar spurði hverjum ætti að trúa. Ingibjörg Sólrún sagði að fyrir norðan hefði iðnaðar- og viðskiptaráðherra að kynna hugmyndir um álversuppbyggingu á Norðurlandi. Þar hefði ráðherrann sagt að álver þar væri óháð því sem gerðist fyrir sunnan. Norðlendingar hefðu aldrei verið eins nærri því að fá álver. Þegar hún hafi verið spurð út í ummæli umhverfisráðherra í málinu hefði hún sagt orðrétt: „Treystu á mig. Takið ekki mark á umhverfisráðherra." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að samningar við álfyrirtæki réðust ekki síst af því hvort hægt yrðaað skaffa rafmagn.Þegar það lægi ljósar fyrir þyrfti að raða því upp og sjá hvernig það rúmaðist í íslensku efnahagslífi. Ingibjörg Sólrún sagði svarið loðið. Hún hlyti að líta svo á, þar sem því hefði ekki verið svarað með öðrum hætti, að þessar þrjár framkvæmdir rúmuðust ekki innan Kyoto-bókunarinnar eða þeim hagstjórnarmarkmiðum sem sett hefðu verið. Ein af þremur gæti það og því spurði Ingibjörg hvort ekki væri verið að draga þrjú fyrirtæki og þrjú sveitarfélög á asnaeyrunum með því að tala ekki skýrt. Ákvæði Kyotobókunarinnar gildir til 2012 sagði ráðherrann. Aðeins eitt þessara álfyrirtækja treysti sér til að ljúka framkvæmdum fyrir þann tíma. Í mál i ráðherrans kom fram að stefnt sé að því árið fyrir 2012 að fara fram á frekari undanþágur og það verði krafa núverandi ríkisstjórnar. Halldór sagði að þær kröfur hlyti að verða gerðar áfram að Íslendingar gætu nýtt sínar endurnýjanlegu auðlindir og tekið þátt í því að minnka mengun í heiminum með því að framleiða rafmagn með vistvænum hætti hér á landi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent