Ný leiðtogi Vinstri-grænna á Akureyri segist virða þá ákvörðun Valgerðar Bjarnadóttur að taka ekki annað sætið á listanum. Hann boðar byltingu og neitar að hafa keypt fylgi með kjötbollum.
Valgerður Bjarnadóttir, sem sóttist eftir endurkjöri sem oddviti á lista Vinstri-grænna, ákvað í gær að afþakka annað sætið á listanum eftir að hún tapaði fyrir Baldvini H. Sigurðssyni, nýliða í pólitík og kokki á Akureyrarflugvelli. Sigur Baldvins kom mörgum á óvart en hann segist saklaus af ásökunum um aðfinnsluverð vinnubrögð.
Sjá má fréttina í heild sinni á VefTíví Vísis.
Innlent