Vill afnema bann á auglýsingum heilbrigðisstétta 28. janúar 2006 14:00 Varaformaður Samfylkingarinnar segir lög um bann við auglýsingum heilbirgðisstétta og heilbrigðisstofnana úrelt og vill að slíkar auglýsingar verði heimilaðar til þess að upplýsa almenning betur um heilbrigðisþjónustuna. Hann óttast ekki að óljós mörk verði milli upplýsingagjafar og mikils markaðsstarfs í geirum og segir bæði samkeppnislög og siðareglur félaga setja kvaðir á menn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu að þingsályktun um að heilbirgðisráðherra verði falið að undirbúa lagabreytingar sem heimili læknum, tannlæknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, svo og heilbrigðisstofnunum, að auglýsa þjónustu sína og starfsemi. Bannið var sett fyrir um 70 árum og Ágúst segir það ekki eiga við í dag. Hann segir bannið koma í veg fyrir eðlilega upplýsingagjöf til almennings um heilbrigðisþjónustu. Nú þurfi landsmenn að treysta á orðróm, ímynd og jafnvel umtal þegar komi að vali á heilbrigðisþjónustu. Málið lúti því að því að auka upplýsingagjöf til almennings. Ágúst Ólafur segir hugmyndirnar fyrst og fremst ná til lækna og tannlækna, en tannlæknar hafi til að mynda frjálsa gjaldskrá. Þetta geti þó einnig auðveldað nýliðum að koma inn í heilbrigðisstéttirnar. Ágúst segir það mjög mikilvægt að hafa það í huga að þetta lúti ekki að einhvers konar markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Það eigi ekki að breyta greiðslukerfinu sem sé að langstærstum hluta í höndum hins opinbera. Ágúst bendir enn fremur á að þegar séu dæmi fyrir því að gjaldfrjáls þjónusta sé auglýst, t.d. framhaldsskólar. En hvernig er með skilin milli upplýsingagjafar og markaðsstarfs, er ekki hætta á að þau verði óljós? Ágúst telur að það eigi að treysta læknum og öðrum heilbrigðisstéttum fyrir því að fara vel með þetta frelsi. Það sé ekki langt síðan lögmenn hafi fengið leyfi til að auglýsa. Þeir hafi farið mjög vel með það frelsi og að hans mati beri ekkert að óttast í þessum efnum. Þar að auki hafi nágrannaríkin mun frjálsari löggjöf í málinu en Ísland. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Varaformaður Samfylkingarinnar segir lög um bann við auglýsingum heilbirgðisstétta og heilbrigðisstofnana úrelt og vill að slíkar auglýsingar verði heimilaðar til þess að upplýsa almenning betur um heilbrigðisþjónustuna. Hann óttast ekki að óljós mörk verði milli upplýsingagjafar og mikils markaðsstarfs í geirum og segir bæði samkeppnislög og siðareglur félaga setja kvaðir á menn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu að þingsályktun um að heilbirgðisráðherra verði falið að undirbúa lagabreytingar sem heimili læknum, tannlæknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, svo og heilbrigðisstofnunum, að auglýsa þjónustu sína og starfsemi. Bannið var sett fyrir um 70 árum og Ágúst segir það ekki eiga við í dag. Hann segir bannið koma í veg fyrir eðlilega upplýsingagjöf til almennings um heilbrigðisþjónustu. Nú þurfi landsmenn að treysta á orðróm, ímynd og jafnvel umtal þegar komi að vali á heilbrigðisþjónustu. Málið lúti því að því að auka upplýsingagjöf til almennings. Ágúst Ólafur segir hugmyndirnar fyrst og fremst ná til lækna og tannlækna, en tannlæknar hafi til að mynda frjálsa gjaldskrá. Þetta geti þó einnig auðveldað nýliðum að koma inn í heilbrigðisstéttirnar. Ágúst segir það mjög mikilvægt að hafa það í huga að þetta lúti ekki að einhvers konar markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Það eigi ekki að breyta greiðslukerfinu sem sé að langstærstum hluta í höndum hins opinbera. Ágúst bendir enn fremur á að þegar séu dæmi fyrir því að gjaldfrjáls þjónusta sé auglýst, t.d. framhaldsskólar. En hvernig er með skilin milli upplýsingagjafar og markaðsstarfs, er ekki hætta á að þau verði óljós? Ágúst telur að það eigi að treysta læknum og öðrum heilbrigðisstéttum fyrir því að fara vel með þetta frelsi. Það sé ekki langt síðan lögmenn hafi fengið leyfi til að auglýsa. Þeir hafi farið mjög vel með það frelsi og að hans mati beri ekkert að óttast í þessum efnum. Þar að auki hafi nágrannaríkin mun frjálsari löggjöf í málinu en Ísland.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent