Ung kona velti bíl sínum á Þorlákshafnarvegi norðan við Eyrarbakkaveg um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hún meiddist þó ekki alvarlega en var flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún kvartaði undan verkjum í hálsi. Bíllinn sem konan ók er illa farinn og óökufær. Tildrög slyssins eru óljós en töluverð hálka var á veginum þegar það varð.
