Massimo Santanicchia hlaut verðlaunin Ljóskerið í samkeppni sem Orkuveita Reykjavíkur, Ljóstæknifélag Íslands og Tímaritið Ljós standa að og hlaut hann 500 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á verkinu. Í öðru sæti urðu arkitektarnir Sigurður Einarsson og Jón Stefán Einarsson hjá Batteríinu ehf. ásamt Jóni Otta SIgurðssyni tæknifræðingi og fengu þeir 400 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á ljóskerinu. Í þriðja sæti varð Esther Ýr Steinarsdóttir vöruhönnuður og fékk hún 300 þúsund krónur.
Markmið keppninnar er að auka áhuga á hönnun góðrar lýsingar og ljóskera að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá aðstandendum og hafa verkin verið til sýningar í Gallery 100° í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur.