Alessandro Del Piero skoraði sigurmark Juventus sem vann Reggina, 1-0 í ítalska fótboltanum í dag en með sigrinum sló liðið 56 ára gamalt stigamet nú þegar deildin er hálfnuð. Juve er með 52 stig, tíu stiga forskot á Inter Milan sem lagði Cagliari 3-2 með tveimur mörkum frá brasilíska sóknarmanninum Adriano.
Aldrei áður hefur lið á Ítalíu náð 50 stigum þegar deildin er hálfnuð en gamla metið átti lið Juventus tímabilið 1949-50. Fyrir 56 árum hefði lið Juve náð 50 stigum ef þrjú stig hefðu verið gefin fyrir sigur en á þeim tíma fengust aðeins tvö stig fyrir sigur.
Fiorentina sigraði Chievo Verona 2-1 með mörkum frá markahæsta manni deildarinnar, Luca Toni.
Fiorentina er í 4. sæti með 40 stig eins og AC Milan sem á leik til góða gegn Roma í kvöld.
Livorno situr í 5. sæti eftir 2-2 jafntefli við Siena og Laziogerði 1-1 jafntefli við Parma. Botnlið Treviso erði 2-2 jafntefli við Treviso og Ascoli vann Empoli 3-1. Heil umferð fer fram í deildinni á miðvikudag.
Juventus slær 56 ára stigamet

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

