Mótmæla lögregluvaldi Vegagerðar 13. janúar 2006 20:55 Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Vegaeftirlitsmenn fá lögregluvald til að stöðva ökutæki á þjóðvegum og banna því frekari för, samkvæmt frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til breytinga á umferðarlögum. Rök ráðherra eru þau að styrkja þurfi heimildir Vegagerðarinnar til eftirlits með ökutækjum og því hvort virtar séu reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Á vefsíðu flutningabílstjóra, geirinn.is, er nú hafin undirskriftasöfnun gegn þessum áformum og Landssamband lögreglumanna mótmælir þeim harðlega. "Rannsókn opinbers máls er lögum samkvæmt í höndum lögreglu og auðvitað í nánu samstarfi við ákæruvaldið og það að eftirlitsaðili eins og Vegagerðin, sem hefur allt aðra hagsmuni og mögulega tryggir ekki réttarstöðu sakborninga, taki við upphafi rannsóknar sakamáls gengur ekki upp," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumenn telja að færa ætti þá fjármuni sem ætlaðir eru samgönguráðuneyti og Vegagerð í þessu skyni yfir til dómsmálaráðuneytis og lögreglu. Þá benda þeir á að flókin og beinlínis hættuleg staða gæti komið upp. "Vissulega gæti þetta skapað hættu á vegum úti því kjósi einstaklingur sem eftirlit beinist að, að sinna ekki stöðvunarmerkjum eða einfaldlega yfirgefa vettvang er væntanlega tvennt til, annars vegar að Vegagerðin hefji eftirför sem þeir hafa ekki heimild til og þá handtaki viðkomandi sem þeir hafa heldur ekki heimild til eða þá að þeir hringi á lögregluna. Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan skuli ekki sinna þessu í rauninni einhliða og þó ef til vill í samstarfi við Vegagerðina," segir Páll. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Vegaeftirlitsmenn fá lögregluvald til að stöðva ökutæki á þjóðvegum og banna því frekari för, samkvæmt frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til breytinga á umferðarlögum. Rök ráðherra eru þau að styrkja þurfi heimildir Vegagerðarinnar til eftirlits með ökutækjum og því hvort virtar séu reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Á vefsíðu flutningabílstjóra, geirinn.is, er nú hafin undirskriftasöfnun gegn þessum áformum og Landssamband lögreglumanna mótmælir þeim harðlega. "Rannsókn opinbers máls er lögum samkvæmt í höndum lögreglu og auðvitað í nánu samstarfi við ákæruvaldið og það að eftirlitsaðili eins og Vegagerðin, sem hefur allt aðra hagsmuni og mögulega tryggir ekki réttarstöðu sakborninga, taki við upphafi rannsóknar sakamáls gengur ekki upp," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumenn telja að færa ætti þá fjármuni sem ætlaðir eru samgönguráðuneyti og Vegagerð í þessu skyni yfir til dómsmálaráðuneytis og lögreglu. Þá benda þeir á að flókin og beinlínis hættuleg staða gæti komið upp. "Vissulega gæti þetta skapað hættu á vegum úti því kjósi einstaklingur sem eftirlit beinist að, að sinna ekki stöðvunarmerkjum eða einfaldlega yfirgefa vettvang er væntanlega tvennt til, annars vegar að Vegagerðin hefji eftirför sem þeir hafa ekki heimild til og þá handtaki viðkomandi sem þeir hafa heldur ekki heimild til eða þá að þeir hringi á lögregluna. Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan skuli ekki sinna þessu í rauninni einhliða og þó ef til vill í samstarfi við Vegagerðina," segir Páll.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent